Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 88

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 88
SKÓLASAFNSFRÆÐI - SÉRSTÖK NÁMSGREIN hlutanám með sex stundir á viku í tvær annir. í Noregi er námið skipulagt sem eins árs nám, en getur verið sveigjanlegt, t.d. er unnt að teygja það yfir þrjár annir (sjá Töflu 3). I svari frá Kennaraháskóla Danmerkur kemur fram að námið er skipulagt í afmörkuðum sjálfstæðum námskeiðum sem tekin eru í ákveðinni röð (sjá Töflu 3). Aftur á móti kemur fram í svari frá Háskólanum á Ögðum að litið er á námið sem eina heild ef frá eru talin námskeið í flokkun og skráningu. Sé litið nánar á inntak og skipulag námsins kemur í ljós enn frekari munur á þessum tveimur löndum. Við Kennaraháskóla Danmerkur er náminu skipt í níu mislöng námskeið en við Háskólann á Ögðum er námið skipulagt út frá þremur meginþemum. I námskrá frá Kennaraháskóla Danmerkur (Kursusplan. Skolebibliotekarud- dannelsen 1993) eru upplýsingar um hve margar stundir eru áætlaðar í fyrirlestra, umræður og hópvinnu í hverjum námsþætti en í námskrá frá Háskólanum á Ögðum (Fagplan for skolebibliotekkunnskap 1994) eru hins vegar upplýsingar um hvemig hver námsþáttur er metinn í einingum. Þar sem námið í Noregi er gefið upp sem 10 eininga nám sem jafnframt er metið til 200 stunda má ætla að á bak við hverja einingu standi að jafnaði 20 stundir á stundaskrá. Athygli skal vakin á því að í Noregi eru einingar í háskólanámi taldar öðruvísi en hér. Þar er fullt háskólaár að jafnaði talið til 20 eininga, en til 30 eininga hérlendis. Við samanburð kemur í ljós að í báðum þessum skólum er lögð mikil áhersla á þekkingu á gögnum: barna- og unglingabókum, fræðiritum og nýsigögnum. í nám- inu í Danmörku er tekið á þessu efni á námskeiðunum Bókmenntir fyrir börn og unglinga (48 stundir) og Fræðirit og önnur gögn (40 stundir) og í Noregi á námskeið- inu Bækur og önnur gögn (3 einingar eða 60 stundir). í Danmörku er enn fremur sérstakt námskeið sem heitir Þemavinna (48 stundir) um notkun bóka og nýsigagna og jafnframt námskeiðið Bókasafnsfræðsla (4 stundir) sem fjallar um söfn og safnkost, en þessa þætti er ekki að finna í náminu í Noregi. I báðum skólunum er gerð grein fyrir skólasafninu í ljósi skólaþróunar, laga og reglugerða. Námskeiðið Skólasafnið í námi og kennslu er 3 einingar (60 stundir) í Háskólanum á Ögðum og danska námskeiðið Skólasafnið og skólasafnskennarinn, þar sem tekið er m.a. á þessu efni, stendur í 24 stundir. Bókasafnsfræðileg störf hafa nokkurt vægi í náminu í báðum skólunum. í Noregi eru efninu gerð skil á nám- skeiðinu Bókasafnsfræði (2 einingar eða 40 stundir) og í Danmörku á námskeiðinu Reglur um flokkun, skráningu og gagnaleit í gagnabönkum (40 stundir). í Danmörku er mikil áhersla lögð á framleiðslu gagna í gagnasmiðju, þ.e. námskeiðið Gagnasmiðja og framleiðsla gagna (60 stundir), en ekkert slíkt er að finna í náminu í Noregi, og virðist sem þessi þáttur námsins skilji löndin hvað mest að. Við Kennaraháskóla Danmerkur er lögð áhersla á að skólasafnskennurum, sem lokið hafa grunnnámi sem jafnframt er skyldunám í skólasafnsfræði, bjóðist fram- haldsnámskeið af ýmsu tagi. Oftast er um að ræða tveggja vikna námskeið, en í sumum tilvikum eru þau lengri. Þessi námskeið eru mjög vel sótt og komast færri að en vilja. í Noregi eru slík framhaldsnámskeið að jafnaði ekki í boði fyrir skóla- safnskennara (Björshol 1988:29). 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.