Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 51
SIGRUN AÐALBJARNARDOTTIR, KRISTJANA BLONDAL
segja að hóparnir séu 1) þeir sem aldrei höfðu fundið á sér, 2) þeir sem eru að hefja
áfengisneyslu við 15 ára aldur og 3) þeir sem hafa drukkið í lengri tíma. Kannað var
hvort munur kæmi fram á ástæðum þessara neysluhópa fyrir því að drekka/
drekka ekki og viðhorfum þeirra til áfengisneyslu.
Ástæður og áfengistieysla unglingsins
Annars vegar voru borin saman svör þeirra sem aldrei höfðu drukkið og svör
þeirra sem voru u.þ.b. að hefja neyslu við spurningum um af hverju þeir drukku
ekki þegar þeir voru 14 ára. Hins vegar voru borin saman svör þeirra unglinga sem
höfðu drukkið lengur (frá því þeir voru 14 ára eða yngri) og þeirra sem höfðu
drukkið skemur (frá 14-15 ára aldurs) við spurningum um ástæður fyrir því að
drekka. Svörum við spurningum um ástæður fyrir því að drekka eða ekki var skipt
í tvennt: ástæðan 1) skiptir mig miklu máli, 2) skiptir mig engu eða frekar litlu máli.
Tafla 11
Ástæður fyrir því að drekka ekki, eftir neysluhópum
Hvers vegna drekkur
þú ekki áfengi?
Skiptir miklu máli
Gæti skaðað mig líkamlega
Gæti skaðað mig andlega
Ég gæti orðið háð(ur) áfengi
Ég er á móti áfengisneyslu
Ég óttast að missa orku eða metnað
Ég gæti misst stjórn á mér
Ég gæti leiðst út í sterkari vímuefni
Vinir mínir eru á móti áfengi
Mér líkar illa innan um fólk sem drekkur
Ég ylli sjálfum mér vonbrigðum
Ég gæti misst góðan vin
U.þ.b. að hefja neyslu % Ekki að hefja neyslu % Kí- kvaðrat Df P<
62 75 8,20 1 0,01
68 80 7,82 1 0,01
82 90 5,99 1 0,05
50 70 15,26 1 0,001
62 76 8,93 1 0,01
61 75 9,62 1 0,01
84 91 5,70 1 0,05
35 46 4,61 1 0,05
37 58 16,56 1 0,001
60 81 23,77 1 0,001
66 84 19,62 1 0,001
Fjöldi þátttakenda 1994 sem voru u.þ.b. að hefja neyslu: N=154.
Fjöldi þátttakenda 1994 sem ekki voru að hefja neyslu: N=422.
Ástæður 14 ára unglinga fyrir því að drekka ekki: Almennt má segja að þeir sem voru
u.þ.b. að hefja áfengisneyslu töldu sjaldnar að ástæður fyrir því að drekka ekki skiptu
þá miklu máli en þeir sem ekki voru að hefja neyslu. Með öðrum orðum, fyrrnefndi
hópurinn virtist ekki telja ástæður sínar skipta eins miklu máli. Eins og sjá má í
Töflu 11 kom þessi munur fram á ellefu af átján ástæðum sem taldar voru upp fyrir
49