Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 11
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR
UM KENNSLU OG SKÓLASTARF
Uppruni og afdrif
í grein pessari er fjallað um hugmyndir Steingríms Arasonar um kennslu og skólastarf og
tengsl þeirra við kenningar og stefnumörkun í skólamálum í Bandaríkjum Norður-Ameríku
á námsárum hans þar vestra (1915-1920). í Ijósi aðstæðna í íslenskum skólum um og eftir
1920 er gerð grein fyrir þeim nýjungum í kennslubókagerð, kennsluháttum og prófafyrir-
komulagi sem hann beitti sérfyrir og lítillega fjallað um hvernig þeim var tekið.
Vorið 1915 sagði 36 ára gamall íslenskur kennari lausri stöðu sinni við Barnaskóla
Reykjavíkur og hélt vestur til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í uppeldis- og
menntunarfræðum við háskóla, fyrstur íslendinga. Þetta var Steingrímur Arason,
síðar kennari við Kennaraskóla Islands. Fyrrum kennari hans við kennaradeildina í
Flensborgarskóla, Ögmundur Sigurðsson, hafði þó áður verið vetrarlangt í kenn-
araskóla í Chicago 1890-1891.1 Að öðru leyti höfðu bandarískar hugmyndir um
uppeldi og kennslu varla borist til Islands.
Um 1920 var Steingrímur án efa lærðasti maður á íslandi í því er kennslu- og
uppeldismál varðar. Hann lét enda mikið til sín taka á þeim vettvangi og gegnir
furðu hve miklu hann kom í verk fyrstu árin eftir að hann kom heim frá námi.
Velferð ungra barna átti fremur öllu öðru hug hans og hann beitti sér bæði í starfi
og tómstundum fyrir bættum uppeldisskilyrðum þeirra. í tvo áratugi var hann
fyrirmynd kennaraefna sem æfingakennari við Kennaraskólann og beitti sér af
alefli fyrir umbótum á sviði kennslubókaútgáfu og kennsluhátta. Auk þess hafði
hann varanleg áhrif á að skrifleg og samræmd próf yrðu tekin upp og að raðað yrði
í bekki eftir getu.
í þessari grein verður annars vegar leitast við að draga upp örlitla mynd af
þeim aðstæðum sem ríktu í íslenskum bamaskólum þegar Steingrímur fór utan og
þegar hann kom til starfa 1920. Hins vegar verður rakið hvaða erlendar hugmyndir
liggja að baki stefnumálum hans og kennsluaðferðum, hvernig hann kom þeim á
framfæri og hvernig þeim var tekið. Hér verður ekkert fjallað um þann þátt í starfi
Steingríms sem einn mundi nægja til þess að halda nafni hans á lofti sem málsvara
íslenskra barna. Er þar átt við hlut hans að stofnun og uppbyggingu Barnavina-
félagsins Sumargjafar en þar sat hann í stjórn í 15 ár. Ekki er heldur vikið neitt að
störfum hans eftir að hann hætti kennslu við Kennaraskólartn en hann fluttist þá til
Bandaríkjanna, rúmlega sextugur að aldri, og kenndi m.a. við háskóla þar, flutti
fyrirlestra, skrifaði bækur og kynnti ísland á ýmsan hátt.
1 Ögmundur var einnig í Ameríku veturinn 1917-1918 og kynnti sér fræðslumál. Sbr. Vörður 1918 1,8:24.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 4. árg. 1995
9