Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 101

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 101
________________________________________________ HELGA MAGNEA STEINSSON SÉRKENNSLA OG SÉRKENNSLURÁÐGJÖF Sérkennsla og sérkennsluráðgjöf hefur ekki verið almenn á framhaldsskólastigi hingað til, en með breyttum áherslum í framhaldsnámi og kröfum um að fram- haldsskólinn verði fyrir alla er þörf á að störf sérkennara eflist á framhalds- skólastigi. í reglugerð um framhaldsskóla (nr. 23/1991) er m.a. talað um þörf fyrir sérkennara í samræmi við þarfir skólans. Þar er talað um umsjón sérkennara með ákveðnum námsbrautum, aðstoð við skólastjórnendur í gerð áætlana og kennslu nemenda með sérþarfir. Starf sérkennarans á sér mun lengri sögu á grunnskólastigi en starf námsráðgjafa, en athygli vekur að í reglugerð um sérkennslu (nr. 98/1990) er lítið sem ekkert minnst á sérkennsluráðgjöf. I niðurstöðum starfshóps Öskjuhlíðarskóla vegna þróunarverkefnis skólans kemur fram að ráðgjöf er vaxandi þáttur í starfi sérkennara (Jóhanna Kristjánsdóttir o.fl. 1991:43). Þar tengist ráðgjöfin sérkennslu og er hún veitt þeim sem hafa með höndum kennslu eða uppeldi „barna með sérþarfir". Þar sem markmið ráðgjafar- innar felast í því að auka líkurnar á árangursríku námi og starfi verður sá er veitir ráðgjöfina að vera sérkennari með haldgóða reynslu, auk þekkingar á ráðgjafar- kenningum. Ráðgjöfin er kennslu- og uppeldisfræðileg og byggir á þekkingu sér- kennarans almennt á kennslu eða á afmörkuðu sérsviði kennslunnar. Ráðgjöfina má flokka á þennan hátt: a) teymisráðgjöf (kennari og fagaðilar (sérkennari, sálfræðingur)) b) námskrárráðgjöf c) ráðgjöf sem miðar að lausn vandamála, t.d. kennara eða nemenda. Sú síðastnefnda er talin ný á sviði kennsluráðgjafar. Segja má að hugtakið kennslu- ráðgjöf (consultation) eigi vel við þegar rætt er um sérkennsluráðgjöf, þar sem um er að ræða ráðgjöf á grundvelli starfs en ekki á grundvelli persónulegra viðmiða (Jóhanna Kristjánsdóttir o.fl. 1991:20). Sérkennari hefur hingað til verið sá kennari sem annast kennslu nemenda með sérþarfir. Undanfarið hefur aukin áhersla verið lögð á ráðgjafarþátt starfsins sem felst m.a. í því að hafa áhrif á nám og kennslu nemenda með faglegri ráðgjöf. Með faglegri ráðgjöf er átt við að þjálfa og bæta hæfni kennara til þess að skipuleggja áætlanir innan bekkjarins með það að markmiði að auðvelda nemendum með sérþarfir að takast á við skólastarfið (Tindal og Taylor-Pentergast 1989:16). Ráðgjöf felst m.a. í að kennari sækist eftir faglegri aðstoð við lausn vandamáls. Sá sem að- stoðina veitir þarf að vera tilbúinn að takast á við faglegt og uppbyggilegt samstarf sem getur verið fólgið í vinnu með nemendur með námserfiðleika og hegðunar- vandamál í almennum bekkjum. Bæði Ogden (1990:191) og Conoley og Conoley (1988) tala um samstarfsráðgjöf á milli tveggja fagaðila sem mikilvægt ráðgjafar- form sérkennsluráðgjafa (Jóhanna Kristjánsdóttir o.fl. 1991:20, 31). Ráðgjöf í starfi námsráðgjafa og sérkennara getur hæglega skarast þar sem hlutverk þeirra beggja er að veita kennurum og nemendum leiðsögn í kennslu og námi. Ekki er aðeins um samstarf ráðgefandi aðila að ræða heldur einnig samstarf ráðgjafa og kennara. 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.