Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 102
RÁÐGJÖF Í SKÓLUM _________________________________________________ SAMSTARF, TENGSL OG SKÖRUN Samstarf ráðgefandi fagaðila innan skóla er einn þáttur árangursríks skólastarfs. Því betur sem fagaðilar eru meðvitaðir um störf sín og annarra, því faglegra má ætla að starfið verði. Til þess að fyrirbyggja árekstra meðal starfsfólks skólartna er nauðsynlegt að fjalla um nýjar starfsstéttir innan skólans, markmið þeirra og leiðir. Sjá má skörun á starfssviði námsráðgjafa og sérkennsluráðgjafa á eftirfarandi mynd. Mikilvægt er að námsráðgjafi og sérkennari hafi tækifæri til þess að kynnast vinnuaðferðum hvor annars. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að ráðgjafarferlið er háð menntun og hæfni, svo og þeim markmiðum sem hver og einn setur sér í starfi. Ráðgjafar, sem starfa í sama skóla, þurfa að skapa sér sameiginlegan starfsgrund- völl sem auðveldar þeim að þekkja veikleika og styrkleika sinn í starfi. Samstarf námsráðgjafa og sérkennara tekur mið af þeirri ráðgjöf sem nemendur þurfa á að halda og því skólastigi sem þeir starfa á. Þar kemur til stefna skólans í málefnum nemenda með sérþarfir svo og uppbygging aðstoðarkerfis skólans. Sér- kennari og námsráðgjafi þurfa að geta vísað hvor á annan og jafnframt veitt hvor öðrum faglegan stuðning. Hér er fjallað um samstarf námsráðgjafa og sérkennara, tengsl og skörun námsráðgjafar og sérkennslu í þeim tilgangi að skýra hvernig tvær ráðgefandi starfsstéttir geta veitt hvor annarri faglegan stuðning hvor á sínu sviði. Sérkennari getur t.d. veitt námsráðgjafa faglegar upplýsingar um eðli námserfiðleika og fötl- unar. Námsráðgjafi getur hins vegar veitt sérkennara leiðsögn í meðferð persónu- legra vandamála sem snerta nám og líðan nemenda. í lögum og reglugerðum um grunn- og framhaldsskóla eru mismunandi áherslur tilgreindar í starfi námsráðgjafa og sérkennara eftir skólastigum. Það er t.d. áberandi hversu vel afmarkað hlutverk námsráðgjafa er á framhaldsskólastigi, en mjög lítt afmarkað í t.d. grunnskólalögunum frá 1991 (nr. 49/1991). Nýsamþykkt grunnskólalög (nr. 66/1995) bera þess merki að vera gerð með flutning grunn- skólanna til sveitarfélaganna í huga. Þar segir í áttunda kafla laganna um sérfræði- þjónustu, að sveitarfélögum sé skylt að sjá skólum fyrir kennsluráðgjöf, námsráð- gjöf og sálfræðiráðgjöf. Ljóst er að þáttur sveitarfélaga í mótun mennta- og ráð- gjafarstefnu grunnskóla mun hafa áhrif á samstarf þeirra sem sinna þessum störf- um í framtíðinni. Með tilkomu námsráðgjafa í framhaldsskólum landsins urðu námsvandamál nemenda augljósari og kölluðu á meiri þjónustu. Samkvæmt skýrslu um sér- J 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.