Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 18
ÞRÓUN HLJÓM-2
Tafla 1
Fylgni (r) milli árangurs á ólíkum þáttum HUOM-2 og lestrarkannananna
Les I og Les II
Þáttur Rím Samst. Sams. orð Hljóð- greining Marg. Orðh. Hljóðt. HLJÓM- 2 Les I Les 11
Rím 1
Samstöfur 0,34 1
Samsett orð 0,40 0,24 1
Hljóðgreining 0,39 0,11 0,39 i
Margræð orð 0,40 0,28 0,49 0,40 1
Orðhlutaeyðing 0,28 0,27 0,32 0,42 0,52 1
Hljóðtenging 0,30 0,23 0,35 0,48 0,34 0,37 1
HLJÓM-2 0,65 0,45 0,68 0,79 0,69 0,68 0,65 1
Les I 0,47 0,23 0,47 0,37 0,34 0,28 0,28 0,53 1
Les II 0,39 0,20 0,42 0,29 0,34 0,28 0,26 0,46 0,74 1
Fylgnin er marktæk p< 0,01 nema milli þáttanna hljóðgreining og samstöfur, þar er hún ekki marktæk.
Ef athugað er með aðhvarfsgreiningu hvaða þættir HLJÓM-2 spá best fyrir um
árangur í lestri í 1. bekk kemur í ljós að af einstökum þáttum spáir rím best fyrir um
árangur í lestri og má skýra 22% af dreifingu lestrareinkunna með dreifingu stiga í
þessum þætti. Næsti þáttur sem bætist við er samsetl orð og þriðji þátturinn er Itljóð-
greining. Samanlögð dreifing stiga á þessum þremur þáttum skýrir 32% af dreifingu
lestrareinkunna í 1. bekk. Fleiri þættir bæta spána ekki marktækt (sjá töflu 2).
Tafla 2
Þættir HUOM-2 sem spá best fyrir um færni í lestri í 1. bekk
R Skýringarhlutfall R!
1 0,47 0,22
2 0,56 0,30
3 0,57 0,32
1 Spábreytur rím
2 Spábreytur rím, samsett orð
3 Spábreytur rím, samsett orð, hljóðgreining
Ef athugaður er lestur við lok 2. bekkjar, þ.e.a.s. niðurstöður Les II og þær niðurstöð-
ur bornar saman við niðurstöður úr HLJÓM-2 kemur í ljós að nú er það þátturinn
samsett orð sem spáir best fyrir um færni í lestri en síðan kemur þátturinn rím og þriðji
þátturinn er orðhlutaei/ðing. Þessir þrír þættir skýra samtals 24% af dreifingu ein-
kunna á Les II.
16