Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 24
ÞRÓUN HLJÓM-2
á HLJÓM-2 (M=33,6, sf=13,0) en börnunum með eðlilega heyrn (M=43,l, 81=13,1).
Þessi munur er þó ekki tölfræðilega marktækur enda heyrnarskerti hópurinn lítill.
Þegar skoðaður er árangur þessara átta barna í lestri kemur í ljós að þau standa sig
verr en börn með eðlilega heyrn á Les I en betur en börn með eðlilega heyrn á Les 11.
Engin tengsl fundust milli tíðni eyrnabólgu hjá börnunum og árangurs á HLJÓM-
2 eða á lestrarkönnununum. Meirihluti barnanna eða 58% hafði fengið eyrnabólgu
þrisvar sinnum eða oftar og aðeins 16% höfðu aldrei fengið eyrnabólgu.
Spurt var um mál-, tal- og stafsetningarörðugleika hjá ættingjum barnanna. Fá
börn áttu nána ættingja (föður, móður eða systkini) með slíka erfiðleika. Heldur fleiri
börn voru talin eiga ættingja með lestrar- og stafsetningarerfiðleika en með mál- eða
talcbrðugleika. Þeim börnum sem áttu ættingja með þessa erfiðleika gekk að meðaltali
verr á HLJÓM-2, Les I og Les II en börnum sem áttu enga slíka nána ættingja. Vegna
smæðar hópsins sem átti ættingja með erfiðleika er nánast vonlaust að finna tölfræði-
lega marktækan mun á árangri hans og þess hóps barna sem átti enga slíka ættingja.
Þrátt fyrir að munurinn sé ekki marktækur ætti ekki að líta algjörlega fram hjá hon-
um. í öllum tilfellum gekk þeim hópi verr á prófunum sem átti ættingja með erfiðleika
en hinum ef frá er talinn sá hópur sem átti móður með málörðugleika (sjá töflu 4).
Tafla 4
Arangur á HUOM-2, Les I og Les II eftir því hvort börnin eiga ættingja með
þekkta örðugleika
HLJÓM-2 Les I Les II
M sf N M sf N M sf N
Mál / talörðugleikar Já 30,0 15,8 6 47,2 32,9 5 55,0 36,4 4
hjá föður Nei 42,7 13,7 244 69,8 31,3 226 84,8 21,8 224
Mál/talörðugleikar Já 46,5 16,7 8 82,3 4,0 6 99,2 2,1 6
hjá móður Nei 42,3 13,7 242 69,0 22,0 225 84,0 22,4 222
Mál / talörðugleikar Já 38,4 14,7 16 65,3 23,7 14 82,9 26,4 13
hjá systkinum Nei 42,7 13,7 234 69,6 21,7 217 84,4 22,4 228
Lestrarörðugleikar Já 37,8 16,2 12 58,8 29,0 13 68,9 31,2 12
hjá föður Nei 42,8 13,8 262 70,4 20,9 231 85,7 21,2 229
Lestrarörðugleikar Já 39,8 11,5 15 63,8 23,4 14 73,4 26,3 14
hjá móður Nei 42,7 14,1 247 70,2 21,4 230 85,6 21,6 227
Lestrarörðugleikar Já 37,9 11,7 20 58,3 19 27,9 75,6 2&4 19
hjá systkinum Nei 43,0 14,1 261 71,0 20,4 224 86,0 21,1 221
Stafsetningarörðugleikar Já 31,4 11,7 21 52,5 28,4 20 63,8 18 31,7
hjá föður Nei 43,5 13,7 242 71,4 20,1 225 86,4 20,3 224
Stafsetningarörðugleikar Já 36,7 9,9 16 58,3 29,6 15 73,7 27,3 15
hjá móður Nei 42,9 14,1 247 70,6 20,7 230 85,4 21,6 227
Stafsetningarörðugleikar Já 35,5 10,0 14 53,8 27,9 13 75,0 26,8 13
hjá systkinum Nei 42,9 14,0 249 70,7 20,8 232 85,2 22,1 242
22