Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 27
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD.
stúdentsprófi eða prófi úr tækni- eða háskóla heldur en börnum mæðra sem lokið
hafa barna-, grunn- eða gagnfræðaskólaprófi.
Mynd 10
Tengsl árangurs barna á HUOM-2, Les I og Les II við menntun móður
2,0
1,5
1,0
,5
0,0
-.5
-1,0
-1,5
-2,0
1 rí T
ÖI T
%
< HLJÓM-2
Menntun móður
UMRÆÐA
Lestur er snar þáttur í daglegu lífi nútímamannsins. Við lesum á skilti til að komast
leiðar okkar og lesum á umbúðir til að vita hvernig við eigum að elda matinn. Við
lesum okkur til skemmtunar og til að afla okkur upplýsinga og fróðleiks. Lestur kem-
ur við sögu í einföldum og flóknum þáttum í lífi okkar og í raun nærri öllu sem við
tökum okkur fyrir hendur. Flestum okkar er það svo eðlilegt að geta lesið að við leið-
um ekki hugann að því hvernig það væri að vera illa læs eða ólæs. Það er fyrst þegar
lestrarnám gengur ekki sem skyldi að við áttum okkur á því hversu gríðarlega mikil-
væg færni þetta er. Ef lestrarnám gengur illa hefur það áhrif á allt nám barnsins og
því er lestrarnám mikilvægasta viðfangsefnið sem fengist er við í grunnskóla.
Eins og fram hefur komið hefur árangur á HLJÓM-2 fylgni við færni í lestri í 1. og
2. bekk grunnskóla. Því má ætla að finna megi þegar á leikskólaaldri hóp þeirra barna
sem eiga á hættu að lenda síðar í lestrarerfiðleikum. HLJÓM-2 virðist því geta nýst
leikskólakennurum við að finna þau börn sem líkleg eru til að lenda í þessum erfið-
leikum. Þetta gefur færi á fyrirbyggjandi starfi með börnum í áhættu og að búa þau
þannig betur undir lestrarnámið. Erlendar rannsóknir benda til að þjálfun í hljóðkerf-
isvitund auki líkur á farsælu lestrarnámi (sjá t.d. Borström og Elbro, 1996; Lyster,
1996; Warrick, Rubin og Rowe-Walsh, 1993) og er engin sérstök ástæða til að ætla að
hið sama gildi ekki líka á íslandi.
25