Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 33
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Þegnskaparmenntun
Höfundur útskýrir hugtakið þegnskaparmenntun - en skyldunámsgrein með þessu nafni var
tekin upp á unglingastigi í Englandi haustið 2002 - og reifar nokkur algeng andmæli gegn
slíkri menntun, bæði íhaldssöm og róttæk. Hann vekur síðan máls á öðrum róttækum and-
mælum sem í raunfelast í lykilhugsun svokallaðrar beinaberrar lífsleikni (s.s. hugmynda um
„skapgerðarmótun" og „félagsþroska- og tilfinninganám") þó aðþau hafi sjaldan verið skýrt
orðuð. Þessi andmæli ganga út á að þegnskaparmenntun „stjórnmálavæði" lífsleiknina um
ofmeð því að gera ráð fyrir að stjórnmálalæsi og lýðræðisleikni, fremur en hin „siðferðilegu
grunngildi", eigi að njóta forgangs í lífsleiknikennslu. Höfundur færir rök að því að þessi
andmæli velti á þrenns konar meginágreiningi um a) tengsl góðs lífs og réttrar breytni, b)
fjölhyggju og c) samband siðferðis og stjórnmála.
INNGANGUR
Eiga skólar að ala nemendur upp sem góða lýðræðisþegna? Sé spurningin orðuð á
svo almennan hátt og í ljósi víðtækustu skilgreiningar á lýðræði sem „stjórn fólksins
í þágu fólksins" yrði svarið í flestum hlutum heims eitt einróma já. Meira að segja er
trúlegt að stjórnvöld í ríki á borð við Kínverska alþýðulýðveidið, sem margir á Vest-
urlöndum kenna við alræði eða flokksræði fremur en lýðræði, myndu ljúka upp
einum munni um nauðsynina á lýðræðismenntun, enda sé einsflokkskerfið þar í raun
réttri æðsta form lýðræðis: form sem nemendur þurfi að læra að skilja og virða.
Skýringarnar á þessum einátta anda eru ekki sérlega flóknar. 1 fyrsta lagi álíta
flestir stjórnmálamenn í flestum löndum heims að lýðræði (a.m.k. í hinni víðu merk-
ingu að ofan) sé besta eða alltént illskásta stjórnarformið. f öðru lagi er almennt ætl-
ast til þess að stofnanir í lýðræðissamfélögum fylgi lýðræðislegum reglum og hefð-
um, enda læri fólk - ekki síst ungt fólk - umfram allt á leikreglur lýðræðisins með því
að taka þátt í þeim. Þetta myndu jafnvel þeir kannast við sem vefengja ákall Deweys
um nauðsynina á að endurskapa lítið lýðræðissamfélag í skólastofunni; vitað er að
góðir handboltamenn spila ekki bara handbolta á æfingum, þeir lyfta líka lóðum, og
sama gildir vísast, að breyttu breytanda, um upprennandi lýðræðisþegna og skóla-
stofuna. í þriðja lagi liggur fyrir að frá lagalegu sjónarmiði er þegar gerð krafa í lög-
gjöf og námskrám ýmissa ríkja um að skólar skuli stuðla að lýðræðisleikni og þegn-
vísi; þekkt er til dæmis markmiðsgrein íslensku grunnskólalaganna um að hlutverk
31