Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 50

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 50
BETUR M Á EF DUGA SKAL sé „skýr áhersla lögð á að skólar búi bæði kynin undir þátttöku í atvinnulífi, fjöl- skyldulífi og samfélaginu í heild" (bls. 2). Þá er bent á að nýlegar rannsóknir (Inga Dóra Sigfúsdóttir, 1998) sýni umtalsverðan kynjamun í menntun og skólastarfi. Námsárangur pilta sé yfirleitt verri en stúlkna auk þess sem þeir séu líklegri til að flosna upp úr námi og lenda í ýmsum erfiðleikum í skóla. Á hinn bóginn komi fram að þrátt fyrir betri námsárangur sé sjálfsmat stúlkna yfirleitt lægra en pilta. Því megi ætla að ekki hafi tekist að framfylgja lögum um jafnrétti kynjanna til menntunar og ástæða sé til að huga sérstaklega að hvoru kyni fyrir sig í skólum. I ritinu er fjallað sérstaklega um jafnréttismiðaða kennslu og talað um mikilvægi þess að fræða um jafnrétti kynjanna allt frá upphafi skólagöngunnar (Menntamála- ráðuneytið, 1999: 2-3). Þá er fjallað sérstaklega um jafnrétti í einstökum námsgrein- um, m.a. að fjallað skuli um bókmenntir eftir konur og karla, að laga þurfi kennslu- efni og kennsluaðferðir að mismunandi þörfum stúlkna og drengja til að vinna gegn kynbundnu náms- og starfsvali. Undir fyrirsögninni „Samfélagsfræði og lífsleikni" segir að í þessum greinum eigi að leggja sérstaka áherslu á fjölskyldufræðslu til að nemendur öðlist skilning á mikilvægi fjölskyldunnar fyrir samfélagið og þeirri ábyrgð sem fylgir barneignum og stofnun fjölskyldu fyrir alla einstaklinga í nútíma- samfélagi. Þá segir í lok bæklingsins að við gerð nýrra aðalnámskráa grunn- og fram- haldsskóla hafi sérstaklega verið tekið mið af þessari stefnu. Lögð sé áhersla á að skólar búi bæði kynin jafnt undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og samfélaginu almennt, fræði bæði drengi og stúlkur um stöðu kynjanna, mannréttindi og vinni gegn mismunun (bls. 6-7). Að framansögðu er ljóst að margt ber að gera á öllum skólastigum í jafnréttismál- um og ráðuneyti menntamála ítrekar jafnréttisstefnuna í sérstöku riti sem gefið er út sama ár og námskrárnar. En góð markmið gera lítið gagn ef þau eru ekki útfærð í námskrám og í skólastarfinu sjálfu. Hver skyldi vera raunin í nýútkomnum námskrám framhaldsskólans? I greininni verður leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvers konar hugmyndir um þegnskaparmenntun kvenna og karla endurspeglast í námskránum? Á að undirbúa bæði kynin jafnt undir þátttöku í einkalífi, at- vinnulífi og sem þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi í samræmi við jafnréttislög? 2. Eru námskrárnar líklegar til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali, t.d. með innihaldi og samsetningu námsgreina á brautum? Hvaða námsgreinar styrkjast í samanburði við eldri námskrá og hvernig tengist það virðingarröð þeirra eða kynjun? 3. Hvers konar hugmyndir um kynjajafnrétti endurspeglast í námskránum? 4. Hver er staða jafnréttisfræðslu í námskrám framhaldsskólans? AÐFERÐ Athugunin beinist að því að innihaldsgreina texta eftirfarandi gagna út frá ofan- nefndum rannsóknarspurningum: Aðalnámskrá frnmhaldsskóla. Almennur hluti; m.a. er 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.