Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 52
BETUR M A E F DUGA SKAL
býli, fatlaðra og ófatlaðra (1999:17). Hér er ekki átt við sömu úrræði fyrir alla heldur
sambærileg og jafngild tækifæri. Allt orðalag almenna hluta aðalnámskrár er kyn-
hlutlaust; vísað er til nemenda en aldrei til pilta eða stúlkna sérstaklega.
Samsetning náms á bóknámsbrautum framhaldsskólanna einkennist af færri
skylduáföngum og auknum innbyrðis mun á bóknámsbrautum til stúdentsprófs, en
þær eru nú alls þrjár. Námið skiptist í brautarkjarna eða skylduáfanga, kjörsvið og
frjálst val. Margir áfangar eru sameiginlegir öllum bóknámsbrautunum. Tafla 1 sýnir
hver munurinn er á samsetningu bundinna áfanga samkvæmt námskránum 1990 og
1999.
Tafla 1
Samanburður ó fjölda eininga í einstökum nómsgreinum í kjarna, kjörsviði og
vali ó brautum framhaldskólans samkvæmt nómskróm fró 1999 og 1990
Námskrá 1999 Kjarni (+kjörsvið) Tungum.br. Námskrá 1999 Kjarni (+kjörsvið) Félagsfr.br. Námskrá 1999 Kjarni (+kjörsvið) Náttúrufr.br. Námskrá 1990 Tungum.br./ Félagsfr.br. Námskrá 1990 Náttú rufr.br.
Móðurmál 15 (+6) 15 (+6) 15 20/17 17
Erl. tungum. 48 (+24) 30 (+3) 27 56/30 27
Samfél.gr. 9 (+3) 27 (+24) 9 12/39 12
Náttúrufr.gr. 9 6 21 (+24) 12/12 36
Stærðfræði 6 6 15 (+9) 12/15 21
íþróttir 8 8 8 8/8 8
Lífsleikni 3 3 3
Tölvufr.,vélr. 3/3 3
Samtals 98 ein. (+30) 98 ein. (+30) 98 ein. (+30) 123/124 ein. 124 ein.
Val 12 ein. 12 ein. 12 ein. 17/16 ein. 16 ein.
Athugasemd: Dökka letrið sýnir fjölda eininga í aðalgreinum viðkomandi brauta, í kjarna og á kjör-
sviðum.
Heimildir: Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti (1999:22); Námskrá handa framhaldsskólum
(1990:29, 59, 65).
Kjarni og kjörsvið eru samtals 128 einingar en í gömlu námskránni var kjarninn um
124 einingar. Helstu breytingar á kjarnanum er meiri sérhæfing á hverri braut; þannig
er veruleg fækkun stærðfræði- og náttúrufræðiáfanga á mála- og félagsfræðabraut
en aukning á náttúrufræðibraut og sömuleiðis veruleg aukning tungumála á tungu-
málabraut og samfélagsgreina á félagsfræðabraut. Þá fara tölvufræði/vélritun út sem
skyldunámskeið fyrir alla en í staðinn kemur lífsleikni. Valáföngum fækkar hins
vegar úr 16 í 12 en heildarfjöldi eininga til stúdentsprófs er óbreyttur, 140 einingar.
Með aukinni sérhæfingu mætti ætla að betur sé komið til móts við mismunandi
áhugasvið nemenda en fækkun valáfanga bendir til hins gagnstæða. Aukin sérhæf-
ing bendir til að áhersla á einstaklingsáhuga sé tekin fram yfir meiri samræmingu þó
50