Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 72
KONNUN
A
ORÐAFORÐA
ENSKU
ýmsum þjóðlöndum. Það skal tekið fram að þetta próf er ekki ætlað þeim sem hafa
ensku að móðurmáli. Það hefur reynst áreiðanlegt í samanburði við ýmsa þætti staðl-
aðra tungumálaprófa eins og t.d. orðaforðaþáttinn og lesskilningsþáttinn í banda-
ríska TOEFL-prófinu (Meara og Buxton, 1987).
Könnunin samanstóð af þremur blöðum og á hverju blaði voru 60 orð; 40 ensk orð
og 20 gerviorð, samin með hliðsjón af ensku hvað samsetningu og útlit varðar. I skýr-
ingum við prófið var þess getið að gerviorð væru innan um ensku orðin. Þeir sem
tóku prófið áttu eingöngu að merkja við þau orð sem þeir þekktu og voru kennarar
sem lögðu prófið fyrir beðnir að árétta þetta við nemendur. Könnunin tók u. þ. b. 15
mínútur.
Eins og vitað er meta sumir kunnáttu sína frjálslega á meðan aðrir eru varkárir. Til
að koma í veg fyrir skekkju sem kann að orsakast af því að einhverjir ofmeti kunn-
áttu sína með því að merkja við tilbúin orð, er formúla byggð inn í úrvinnsluna sem
reiknar út og dregur frá hlutfall gerviorða sem merkt er við (Meara, 1992).
Það próf sem lagt var fyrir íslensku nemendurna byggðist á orðalista yfir 2000
algengustu orðafjölskyldur í ensku (Nation, 1996). Eins og áður er getið eru kerfisorð
eða sérnöfn ekki þar með talin. Akvörðun um að taka mið af listanum með 2000
algengustu orðafjölskyldunum var tekin eftir forprófun meðal ýmissa hópa og
athugun á námsefni sem notað er í fyrstu áföngum í enskukennsku í framhaldsskóla.
Einnig var haft í huga að þetta er að mati fræðimanna það lágmark sem þarf til að
komast af stað í lestri allra almennra texta. Eftir á að hyggja hefði verið eðlilegra að
nota 3000 orða listann eða 2000 orða listann að viðbættum University Word List.
Þetta próf hefur sínar takmarkanir sem altækt orðaforðapróf. Það mælir eingöngu
umfang orðaforðans en ekki dýptina. Það segir ekkert til um að hve miklu leyti fólk
getur notað orðin þó að það þekki þau né heldur hversu margar mismunandi merk-
ingar orðsins fólk þekkir enda var markmið könnunarinnar að mæla umfang en ekki
dýpt. Read (2000) gerði úttekt á nokkrum orðaforðaprófum og telur að umrætt próf
gefi sterkar vísbendingar um umfang orðaforðans. Read telur prófinu til tekna
hversu einfalt það er bæði í gerð og vinnslu og hve mörg orð er hægt að prófa á
skömmum tíma. Þrátt fyrir takmarkanir prófsins er það því talið mæla vel það sem
hér átti að mæla, þ. e. umfang orðaforðans. Einnig má telja það styrk í þessu tilviki
að prófið hefur reynst áreiðanlegra mælitæki á þá sem hafa germanskt mál að móður-
máli en þá sem hafa móðurmál af öðrum uppruna.
Reiknað var meðalgildi, dreifibil og staðalfrávik fyrir alla áfanga og bekki sér og
síðan fyrir hvern skóla í heild. Niðurstöður eru reiknaðar á skalanum 0 - 100 stig.
Listi yfir ensku orðin í prófinu birtist aftast í greininni.
NIÐURSTÖÐUR
Árangur nemenda er betri eftir því sem þeir hafa tekið fleiri áfanga í ensku eins og
við mátti búast. Flestir nemendanna hafa tekið 400 áfangann eða 456 nemendur og
eru þeir að meðaltali með 70,3 stig á orðaforðaprófinu. Áfanga 500 hafa 166 nemend-
ur lokið og eru þeir að meðaltali með 72,7 stig á prófinu og áfanga 600 hafa 93 lokið
70