Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 73
AUÐUR TORFADOTTIR
og eru að meðaltali með 80,8 stig. Munurinn á milli hópanna er marktækur F (2, 712)
= 20,3 p< 0,001. Framkvæmdur var margfaldur samanburður og notuð aðferð
Games-Flowell til að kanna milli hvaða hópa var munur. Þá kom í ljós að þeir sem
lokið höfðu 600 áfanganum stóðu sig marktækt betur en þeir sem einungis höfðu
lokið 400. Ekki var marktækur munur milli annarra hópa.
I töflu 1 sést árangur nemenda eftir skólum og eftir áföngum sem þeir hafa tekið.
'Skólar 1, 2 og 7 eru áfangaskólar á höfuðborgarsvæðinu og skóli 5 er bekkjarskóli á
höfuðborgarsvæðinu. Hinir skólarnir eru á landsbyggðinni. í töflunni er áfangi 403
síðasti skylduáfangi. Það skal áréttað að nemendur sem hafa lokið áfanga 403 hafa
ekki allir sama einingafjölda að baki; sumir eru með 9 einingar en aðrir með 12. Þetta
er mismunandi eftir skólum. Afangar merktir 503/513 og 603 eru áfangar teknir eftir
að fyrstu skylduáföngum lýkur, annað hvort sem val eða sem hluti náms á málabraut
eða öðrum brautum sem gera kröfu um meira enskunám.
Ljóst er að árangur skólanna er mismunandi F (6,708)= 25,1 p< 0,001 (sjá einnig
mynd 1). Nemendur í skóla 5 ná bestum árangri með 81,4 stig að meðaltali. Þegar
skoðað var með margföldum samanburði, með aðferð Games-Howell, milli hvaða
hópa væri marktækur munur kom í ljós að nemendur í skóla 5 stóðu sig marktækt
betur en nemendur í hinum skólunum ef frá er talinn skóli 6, en þess ber að geta að
í skóla 6 voru aðeins 24 nemendur sem tóku prófið. Ekki var marktækur munur á
öðrum skólum.
Mynd 1
Dreifing heildareinkunna eftir skólum
90
80*
C 70-
C
D
c
'ö>
50-
40 J
1 2 3 4 5 6 7
Skóli
71