Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 85
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR
Þegar áhrifa óbeinnar hugsunar gætir hvað ríkast birtast þau í sterkum táknum sem
standa fyrir djúpstæðar kenndir og geðshræringar sem oft tengjast kynþroskanum. 1
framsetningu verka barnanna er hins vegar ráðandi bein hugsunargerð, hér að fram-
an kölluð ímyndun, sem miðlar tilfinningum i formi órofa heildar. Þess ber einnig að
geta að án rökhugsunar væru sögugerð og munnleg svör ekki möguleg. I ævintýrum
barnanna eins og í sígildum ævintýrum er því öllum þremur hugsanagerðunum beitt
en rökhugsun er ekki eins ráðandi og í flestum öðrum tegundum frásagna.
ÆVINTÝRAFORMIÐ OG SÍGILD MINNI í MEÐFÖRUM NJARÐAR
I lok fyrri heimsóknar minnar fengu börnin tækifæri til að semja eigin ævintýri. Sú
vinna hófst á því að börnin drógu um gripi sem ég hafði safnað úr ýmsum áttum. Þau
voru hvött til að halda á viðkomandi hlut í hendi sér og láta hugann reika með lokuð
augun í nokkrar mínútur. Þeim var sagt að þau gætu notað gripinn á einhvern hátt í
sögunni ef þau kysu. Mörg barnanna komu að ævintýragerðinni nokkrum sinnum
áður en þeim tókst að ljúka við ævintýrið. Eitt þessara barna var Njörður sem átti í
verulegum erfiðleikum með að skrifa ævintýrið og gerði margar tilraunir áður en
honum tókst að semja áhrifaríka sögu um drenginn Jón. Njörður notaði skeifu,
hlutinn sem hann dró, í ævintýri sínu og gæddi hana töframætti.
Jón og drengimir fjórir
Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu einn son og dóttur og
konungsríki þeirra var mjög stórt. En einn dag veiktist drottningin og dó.
Kóngur var mjög dapur og börnin líka. Svo leið eitt ár, þá giftist hann annarri
konu sem var vond stjúpa. Henni var illa við börnin. Hún setti Jón og Láru
sem voru börnin í stóra kistu og læsti og henti lyklinum. Svo dró hún kistuna
út að strönd og henti henni ofan í sjóinn. Börnin voru mjög hrædd. Þá sagði
Jón við Láru: „Vertu ekki hrædd, okkur rekur bráðum að landi." íþví rákust
þau á stein og það kom risagat á kistuna sem þau fóru út um. Svo þegar þau
komu út sáu þau land í fjarska og syntu af stað. En stelpan var orðin svo
þreytt að hún gat ekki synt lengur. Þá sagði Jón: „Farðu upp á bakið á mér.
Ég syndi meðþig á bakinu." Viðströndina sá hann að hún hafði dáið úr kulda
en hann gat ekki breytt neinu um það. En hann grófhana nálægt ströndinni.
Þegar hann var búinn að labba smástund sá hann lítinn dreng sem bað um
mat. Þá klifraði Jón upp í næsta tré og náði íbanana oggaf stráknum. Þá sagði
barnið: „Égfæri þér þessa gjöf" sem var hestaskeifa „og í hvert sinn sem þig
vantar hjálp skaltu láta skeifuna detta, þá birtist ég og bræður mínir." Svo
hvarfhann beint fyrir framan nefið á honum.
En nú þarf hann að leita að næturstað. Þá datt honum í hug að fara inn í
skóginn og þar sá hann lielli og þar var stór pottur á hlóðum. Hann var svo-
lítið smeykur en læddist inn. Hann sá að það var enginn þarna. Hann ákvað
83