Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 89
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
Bara einhver strákur sem er borgarbarn og fer upp í sveit.
Já, segðu mér af honum.
Okei. Einu sinni var strákur sem var alltaf að leika sér í borginni og alveg
frjáls og þurfti ekki að vinna neitt nema það sem hann vildi. Svo sagði
mamma hans: „Nú átt þú að fara í sveit." Hann var mjög hissa á því en
sagði „Okei."og hann fór bara með mjólkurbílnum beint upp í sveit. Þar
var ýmislegt skrýtið að ske. Þar var frændi hans sem var mjög mikið
skyldur honum. Hann var gamall og hann átti konu og bóndabæ. Þar voru
fjórar kýr og þrjátíu kindur og tveir hestar. Strákurinn þurfti að fara lengst
upp á fjöll og sækja ærnar á hestbaki og hann labbar og labbar og sér eina
kind. Hann smalar henni. [Ég veit ekki neitt hvernig kindum er smalaðj.
Hann leitar og leitar út um allt, og svo allt í einu kemur hræðilegt óveður,
snjókoma, slydda og rok og rigning. Það var nú bara í smástund og eftir
það þá var þoka, rosaleg þoka. Hann hugsaði með sér: Ég verð nú bara að
finna mér einhvern stað til að vera í og svo fann hann svona lítinn helli sem
hann fer inn í. Þar inni var svona skrýtið hljóð. Hlátur og gleði og barið á
trommur. Hann labbaði inn lengra og lengra inn í hellinn og þá heyrði
hann þetta alltaf hærra og hærra og þá sá hann skrýtnar verur sem voru að
skemmta sér, og þær sögðu: „Komdu, komdu, komdu að skemmta þér."
Hann sá að þetta er rosalega flott og hann fer inn á staðinn þar sem þær
voru og þá lokaðist hellirinn og hann hvarf inn í hellinn sem var bara
steinn, bjarg. Búið!
Nei.
Hann er inni í hellinum, lokaður og læstur. Og þessar verur eru alltaf að
skemmta sér og þær sögðu við hann: „Nú átt þú alltaf að eiga heima hér og
kemst aldrei út aftur." Og hann sagði: „Nei, nei, það geri ég ekki, ég ætla
að fá að fara út." Þá sögðu þeir: „Nei, þú ferð ekkert út." Þá var annar
svona strákur þarna sem hafði séð allt og hann var búinn að vera aðeins
lengur. Og þeir töluðu saman og fóru upp í svona herbergi. Hann sagði
honum hvernig þeir gætu komist út og hann hefur sennilega aldrei þorað
að fara út af því hann var bara einn. Hann ætlaði að gera það núna og
spurði hvort hinn vildi gera það með sér. „Maður kemst bara út þegar er
þoka því þá opnast þetta allt, en þegar maður hleypur út þá elta þeir þig á
hestunum sínum." Hann sagði: „Já, ég er með hest fyrir utan sem bíður
kannski þar smástund."
Þá var akkúrat afinn farinn að undrast um hann og fór upp á heiði að leita
að honum og þeir fundu hann ekki. Og svo kom þoka, alveg niðadimm
þoka, og þá opnaðist þetta allt saman og þeir byrjuðu að tralla og syngja og
biðja fólk að loka fyrir. Þá hlupu þeir [strákarnir] út úr herberginu og út og
þá öskruðu þeir [verurnar]: „Komið til baka." Og þeir eltu þá á hestunum.
En þá var akkúrat afi hans farinn inn í hellinn. Og hann sá strákana því
hann var ekki kominn svo langt og hann elti þá og þeir fóru upp á hestana
og hlupu og hlupu heim að bóndabænum.
87