Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 95
GUNNAR KARLSSON
Hvert er söguþekking sótt?
ÁLYKTANIR AF KÖNNUN Á SÖGUVITUND UNGLINGA
Á síðasta áratug 20. aldar var gerð umfangsmikil könnun á söguvitund evrópskra unglinga.
Þekking var ekki aðalatriði könnunarinnar, en spurt var nokkurra spurninga sem kröfðust
söguþekkingar og geta því nýst sem heimildir um hana. í greininni er þekking íslensku
þátttakendanna borin saman við þekkingu þriggja hópa sem voru reiknaðir saman til
notkunar í bók Braga Guðmundssonar og greinarhöfundar, Æska og saga (1999), auk
meðaltals allra þátttakendaþópa. Hóparnir eru (1) Skandinavar; (2)fjórar nýlegar ríkisþjóðir
í Austur-Evrópu og (3) þrjár gamalþróaðar þjóðir í Vestur-Evrópu.
Þekking allra hópanna reyndist vera furðusvipuð. Þótt íslensku þátttakendurnir væru
fyrir tilviljun talsvert yngri að meðaltali en flestir aðrir kunnu þeir aðeins örlitlu minna.
Mest kom á óvart að þekking íslendinga reyndist ekki áberandi lítil um efni sem þeir höfðu
lært sérstaklega lítið um í skólum, erlendri sögu nýaldar. Þessi niðurstaða bendir til þess að
íslensk ungmenni tileinki sér söguþekkingu sína aðeins að litlu leyti í skólum, og veltir
höfundur því stuttlega fyrir sér í lokin hvaða hagnýtar ályktanir um sögukennslu megi draga
afþeirri niðurstöðu.
Á síðasta áratug nýliðinnar aldar var efnt til viðamikillar samevrópskrar könnunar á
svokallaðri söguvitund unglinga. Það kom í hlut greinarhöfundar, ásamt Braga Guð-
mundssyni háskólakennara á Akureyri, að stýra þessari könnun á Islandi með hjálp
nokkurra starfsmanna, einkum Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings, sem fór í
flesta skólana til að leggja könnunina fyrir nemendur.
Sjálf var könnunin framkvæmd í flestum þátttökulandanna á vorönn 1995. Þátt-
tökuhópar urðu samtals 30. Þar af voru 26 ríkisþjóðir eða meirihlutaþjóðir ríkja. Þar
voru norrænu ríkisþjóðirnar allar; Rússar, Ukraínumenn, Eistar og Litháar úr fyrrum
Sovétríkjum; Pólverjar, Ungverjar, Tékkar, Slóvenar, Króatar og Búlgarar fyrir austan
nýfallið járntjald; Tyrkir, Grikkir, ítalir, Spánverjar og Portúgalar úr Suður-Evrópu;
Þjóðverjar, Flæmingjar í Belgíu, Frakkar, Bretar og Hollendingar (sem komu þó of
seint til að reiknast með í meðaltalinu) frá Mið- og Vestur-Evrópu; loks var gyðing-
legi meirihlutinn í Israel af einhverjum ástæðum með. Þjóðernisminnihlutar mynd-
uðu fjóra þátttökuhópa: Suður-Týróla (sem er raunar settur saman af þremur tungu-
málshópum), Skota (sem voru líka reiknaðir inn í breska hópinn), minnihluta
Palestínumanna í ísrael og Palestínumanna á hernumdu landi Palestínu.
93