Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 96
HVERT E R SOGUÞEKKING S
ÓTT
Gert var ráð fyrir að þyrfti að spyrja í kringum þúsund unglinga í hverjum hópi,
og alls urðu þátttakendur nálægt því þúsund sinnum 30. Könnunin var lögð fyrir í
heilum bekkjum og kennarar þessara sömu bekkja líka spurðir nokkurra spurninga.
Við íslendingar gerðum könnunina á vorönn 1995, og fjöldi þátttakenda var nálægt
meðaltali, 967 nemendur og 47 kennarar.
Um niðurstöður þessarar könnunar og hlutdeild okkar Islendinga í henni eru til
þrjú rit sem mestu máli skipta. Heildaryfirlit yfir hana var gefið út á ensku árið 1997
í tveimur bindum með titlinum Youth and History í ritstjórn stjórnenda könnunarinn-
ar, Magne Angvik frá Björgvin og Bodo von Borries frá Hamborg. Sérstök úttekt á
fimm Norðurlandaþjóðum í könnuninni var gefin út á Norðurlandamálum árið 1999
undir heitinu Ungdom og historie i Norden. Ritstjórar voru Magne Angvik og Vagn
Oluf Nielsen frá Kaupmannahöfn. Þar skrifuðum við, íslensku þátttakendurnir, hvor
sína greinina. Bragi skrifaði um „Málsætning, metoder og interesse i historieindlær-
ing og undervisning", en Gunnar samantekt um rannsóknina undir titlinum „Findes
der nordiske særpræg?"
En rækilegast eru Islendingar bornir saman við aðrar þjóðir og innbyrðis í bók sem
kom út á íslensku sama ár, 1999, og heitir Æska og saga. Söguvitund íslenskra unglinga
í evrópskum samanburði. Innan íslenska þátttakendahópsins eru þar bornir saman
tvisvar sinnum tveir undirhópar, annars vegar íbúar höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðar, hins vegar piltar og stúlkur. Til samanburðar við okkur Islendinga voru
síðan búnir til þrír hópar og meðaltal þeirra reiknað út. Þar voru í fyrsta lagi Skand-
inavar: Danir, Norðmenn og Svíar. f öðru lagi var slegið saman fjórum svokölluðum
nýríkjum, þ.e. ríkjum sem voru dálítið á eftir Skandinövum í tækniþróun og höfðu
orðið sjálfstæð árið 1918 eins og við íslendingar, en það voru Finnar, Eistar, Litháar
og Pólverjar. í þriðja lagi var búinn til hópur þriggja Vestur-Evrópuríkja sem í voru
Bretar, Hollendingar og Frakkar. Loks var íslenski hópurinn borinn saman við heild-
armeðaltal könnunarinnar. Öll voru þessi meðaltöl reiknuð óvegin, þannig að litlar
þjóðir vega jafnþungt og stórar. í bókinni eru birt svör þessara hópa, níu alls, við
öllum spurningunum, bæði svör nemenda og kennara. í bókinni er ennfremur gerð
úttekt á niðurstöðunum í tveimur greinum. Bragi Guðmundsson kannar það sem
varðar sögunám og stöðu sögunnar í skólunum í greininni „Ungmenni og saga í ís-
lenskum grunnskólum". Gunnar Karlsson kannar pólitísk, félagsleg og trúarleg við-
horf þátttakenda í greininni „Viðhorf íslenskra unglinga til þessa heims og annars".
Rannsóknarefnið var kallað söguvitund, „historical consciousness" á tungumáli
könnunarinnar. Fyrstu sjö nemendaspurningarnar fjölluðu um sögunám þátttak-
enda, hvernig það færi fram og hvaða afstöðu nemendur hefðu til þess. í spurning-
um nr. 8-18 var leitað að vitneskju um þátttakendur: kyn, aldur, búsetu, þjóðerni, trú
og samfélagsstöðu. í spurningum nr. 19-38 var fiskað á margvíslegan hátt eftir
grundvallarþekkingu í sögu, áhuga á ólíkum tímabilum og heimshlutum, afstöðu til
tímabila og einstakra fyrirbæra sögunnar, skoðunum á áhrifavöldum í þróun sög-
unnar, bæði í fortíð og framtíð. Síðustu tíu spurningarnar, nr. 39-48, snerust um
afstöðu til lífsins og tilverunnar: jöfnuð og jafnrétti einstaklinga og þjóða, lýðræði,
náttúruvernd og minjavernd, innflytjendur, þjóðernishyggju og sameiningu Evrópu.
Sumum þessara spurninga var beint að hæfni til að lifa sig inn í fjarlæga sögu,
einkum spurningu 40, þar sem nemendum var boðið upp á að flytja sig til 15. aldar
94