Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 99
SOGUÞEKKING ISLENSKRA UNGLINGA
Ekki er augljóst hvernig á að reikna út úr svörum við spurningum af þessu tagi. Ef
valin er einfaldasta aðferðin, að telja rétt svar þar sem rétt númer er sett við atriði, þá
fær svarandi rangt fyrir öll atriði spurningar, ef hann heldur að sá atburður sem gerð-
ist fyrst hafi í raun gerst síðast, þótt hann hafi rétta röð á öllum hinum atriðunum.
Þess vegna var ákveðið að reikna svörin út í tvenndum atriða sem eiga að standa
saman í tímaröðinni. Fyrst var talinn fjöldi þeirra sem höfðu rétta röð á d. veiðum og
söfnun og á c. ræktun lands, síðan fjölda þeirra sem höfðu rétta röð á c. ræktun lands
og b. verslun milli bæja, og síðan koll af kolli. Þannig koma út fjórar tölur úr hverri
spurningu. Ut úr þessum tölum má svo reikna meðaltal. Ef rétt svar er látið gefa 1 en
rangt svar 0 kemur út það sem hér er sýnt í töflu 1.
Tafla 1
Svör við þekkingarspurningum
ísland Skandinavía Fjögur nýríki Þrjú V- Heildar- Evrópuríki meðaltal
19 veiðariræktun 0,60 0,69 0,84 0,76 0,78
ræktun:verslun 0,80 0,86 0,89 0,86 0,89
verslun:launavinna 0,83 0,85 0,81 0,81 0,80
launavinna:sjálfvirkni 0,83 0,86 0,86 0,82 0,85
Meðaltal 0,765 0,815 0,850 0,813 0,830
20. bylting:kreppa 0,66 0,74 0,77 0,75 0,72
kreppa:styrjöld 0,25 0,38 0,28 0,51 0,37
styrjöld:SÞ 0,71 0,76 0,72 0,72 0,69
SÞ:nýlendufrelsi 0,30 0,21 0,23 0,46 0,25
Meðaltal 0,480 0,523 0,500 0,610 0,508
32. galeiðaivíkingaskip 0,23 0,19 0,15 0,41 0,16
víkingaskip:hansakuggur 0,92 0,94 0,95 0,92 0,92
hansakuggur:hjólaskip 0,90 0,89 0,91 0,65 0,89
hjólaskip:farþegaskip 0,97 0,97 0,97 0,95 0,95
Meðaltal 0,755 0,748 0,745 0,733 0,730
33. Rómverjapar:miðaldapar 0,88 0,84 0,93 0,84 0,86
miðaldapar-.endurreisnarpar 0,85 0,88 0,87 0,88 0,87
endurreisnarpar:rókokópar 0,78 0,78 0,77 0,79 0,78
rókokópar:viktoríanskt par 0,75 0,78 0,83 0,80 0,80
Meðaltal 0,815 0,820 0,850 0,828 0,828
Meðaltal meðaltala 0,704 0,727 0,736 0,746 0,724
Heimild: Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 152-155,193-196.
Taflan sýnir að lslendingar virðast að vísu fáfróðastir þeirra hópa sem hér eru bornir
saman. Það merkir auðvitað ekki að þeir séu fáfróðastir allra þátttökuhópanna, því