Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 107
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
Náttúrufræðin heima og í skóla
í þessari grein er lýst niðurstöðum rannsóknar á gildi heimaverkefna í náttúrufræði. Verk-
efnin SHIPS (School Home Investigations in Primary Science) voru þýdd til tilraunakennslu
árið 1999. Tveir grunnskólar í Reykjavík voru valdir þar sem verkefnið var prófað sérstak-
lega og viðbrögð foreldra, kennara og nemenda könnuð. Einnig voru verkefnin prófuð í skóla
á Vestfjörðum. Nemendur fengu heim með sér verkefni sem þeir áttu að vinna meðforeldrum
sínum eða einhverjum öðrum fullorðnum og síðan að skrifa eða teikna það sem þeir gerðu
og taka aftur með sér í skólann þar sem þeir kynntu niðurstöður sínarfyrir bekkjarfélögum
og kennaranum. Niðurstöður sýndu almenna ánægju þeirra sem tóku þátt í verkefninu, þ.e.
foreldra, kennara og nemenda. Verkefnin þóttufalla vel að markmiðum aðalnámskrár grunn-
skóla frá 1999, bæði hvað varðar áherslur í náttúrufræði og samstarf við foreldra. Niður-
stöður koma heim og saman við erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á samstarfi við
foreldra í tengslum við náttúrufræðinám. Þær sýna að hér er um mikilvæga leið að ræða til
að virkja foreldra en viðhorf þeirra og stuðningur hafa áhrifá viðhorf nemenda og þar með
árangur þeirra í námi.
INNGANGUR
Segja má að þrír hópar myndi skólasamfélagið í hverjum skóla, þ.e. nemendur, starfs-
fólk skólans og foreldrar. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni
heimila og skóla og ljóst að nauðsyn er á að samstarf heimila og skóla um hvern ein-
stakling, nám hans og velferð sé gott. Traust samstarf heimila og skóla um skólastarf-
ið í heild er mikilvægt og gert er ráð fyrir að foreldrar taki þátt í mótun skólasamfé-
lagsins og vinni að því með kennurum og öðrum starfsmönnum skóla að koma mark-
miðum skólastarfs í framkvæmd (Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti, 1999, bls.
44).
Ýmis verkefni með áherslu á samstarf við foreldra í tengslum við náttúrufræðinám
hafa verið þróuð og prófuð undanfarin ár, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum.
Dæmi um slíkt er SHIPS-verkefnið (School Home Investigations in Primary Science)
sem verður til umfjöllunar í þessari grein. Verkefnin hafa það að markmiði að bæta
námsárangur og stuðla að jákvæðu viðhorfi til raungreina. (sjá Barrow o.fl., 1996;
105