Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 124

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 124
LÍÐAN FOREIDRA OFVIRKRA BARNA OG REYNSLA ÞEIRRA A F SKÓLANUM sem eru ekki ofvirk. Samkvæmt yfirlitsgrein Hechtmans (1996) er hærri tíðni ofvirkni hjá foreldrum ofvirkra barna en einnig meira um þunglyndi, andfélagslega hegðun og misnotkun ávana- og fíkniefna. Af þessu má sjá að það eru ekki einungis hegðunarvandkvæði barnanna sem valda álagi í fjölskyldum ofvirkra barna heldur eru geðræn vandkvæði einnig algengari í fjölskyldum ofvirkra barna. Mjög líklegt er að þetta valdi auknu álagi og vanlíðan til viðbótar við ofvirknieinkenni barnsins. Hér á landi hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á aðstæðum og líðan foreldra fatlaðra og langveikra bama og verður hér á eftir gerð stuttlega grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknar Huldu S. Guðmundsdóttir (2001) á högum langveikra barna hérlendis og rannsóknum Rannveigar Traustadóttur (1995), Auðar B. Kristins- dóttur (1999) og Eyrúnar ísfoldar Gísladóttur (2000a, 2000b) á fjölskyldum fatlaðara barna. Hulda S. Guðmundsdóttir (2001) gerði árið 1999 rannsókn á högum langveikra barna á íslandi. Helstu niðurstöður hennar sýna m. a. að það að eiga langveikt barn hefur mikið álag í för með sér fyrir foreldrana og enn fremur geta veikindi barns dregið úr félagslegum samskiptum út á við. Rannveig Traustadóttir (1995) hefur gert eigindlega rannsókn á högum fjölskyldna fatlaðra barna hér á landi. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að það að eiga fatlað barn hefur í för með sér aukið álag á fjölskylduna sem getur bæði verið líkamlegt og tilfinningalegt, auk fjárhagsáhyggna. Viðbrögð annarra ollu enn fremur oft vanlíðan. Flestir foreldranna urðu fyrir áfalli og upplifðu oft þunglyndi og sorg þegar í ljós kom að barnið var fatlað. Rannsókn Auðar B. Kristinsdóttur (1999) á fjölskyldum fatlaðra barna á Suður- landi gefur um margt sambærilegar niðurstöður, þ. á m. að það er áfall fyrir foreldra að uppgötva að barn er fatlað og að eiga fatlað barn hefur álag í för með sér fyrir fjöl- skyldur barnanna. I rannsókninni kemur einnig fram að foreldrarnir hafa áhyggjur af samskiptum barnanna við systkini auk þess sem um helmingur þeirra finnur fyrir neikvæðu viðhorfi hjá fólki í nánasta umhverfi sínu. Umtalsverður hluti foreldra telur sig hafa orðið fyrir tekjumissi og enn fremur hefur dregið úr félagslegum sam- skiptum þeirra. Rannsókn Eyrúnar ísfoldar Gísladóttur (2000a, 2000b) á fjölskyldum fatlaðra barna sýnir svipaðar niðurstöður. Foreldrar fatlaðra barna eru undir miklu álagi og auk þess þurfa þeir að standa í stöðugri baráttu fyrir úrræðum fyrir barnið í skóla og varðandi aðra þjónustu. Eins og sjá má eru niðurstöður þessara rannsókna nokkuð samhljóða. Á heildina litið kemur skýrt fram að mikið álag er á foreldra fatlaðra og langveikra barna. Þeir þurfa að takast á við álagsþætti umfram það sem foreldrar annarra barna glíma við, þ. á m. að berjast fyrir börn sín í skólakerfinu. Félagslegur stuðningur virðist hins vegar geta hjálpað foreldrum að takast á við álagið af þessu erfiða uppeldishlutverki. Hér á eftir verður leitað svara við tveimur meginspurningum: Hvað einkennir líðan foreldra ofvirkra barna á Islandi og hver er reynsla þeirra af samskiptum við skólakerfið. 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.