Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 125
JÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR AÐFERÐ Byrjað var á að gera forrannsókn sem fólst í viðtölum við ferna foreldra ofvirkra barna haustið 2000 og voru viðtölin hjóðrituð og greind. í febrúar 2001 var spurn- ingalisti sem byggður var á viðtölunum og fræðilegu efni (sjá fræðilegan hluta hér á undan), lagður fyrir 207 manna hóp. Hann var valinn á þann hátt að öllum foreldr- um sem skráðir voru félagar í Foreldrafélagi misþroska barna (FFMB) og áttu börn sem fædd voru á árunum 1988-1996 voru sendir spurningalistar. Þátttakendur eru þannig valdir af hentugleika í stað þess að gera rannsókn á úrtaki sem notað er til að alhæfa yfir á ákveðið þýði. Niðurstöður takmarkast m. ö. o. við foreldra sem eru skráðir félagar í FFMB og þótti því ekki þörf á að athuga tölfræðilega marktækni í dreifingu svara. í foreldrafélaginu eru, eins og nafnið bendir til, foreldrar barna með fleiri greining- ar en ofvirkni. Var foreldrunum því sent kynningarbréf þar sem gerð var grein fyrir því að tilgangur rannsóknarinnar væri að rannsaka foreldra ofvirkra barna. Alls bárust svör við 112 listum, þ. e. um það bil 54% svörun. Líklegt má telja að hluti þeirra sem ekki svöruðu hafi verið foreldrar sem áttu börn með annars konar greiningu en ofvirkni. Foreldrafélagið hefur ekki upplýsingar um greiningu barna meðlima og því ekkert hægt að fullyrða um þetta efni. 1 98% tilfella var það móðir sem svaraði listanum. Skipting barnanna eftir kyni var á þann hátt að 82 barnanna (73,2%) voru drengir og 30 eða (26,8%) stúlkur. Að einu barni undanskildu voru börn- in á aldrinum 5-13 ára. Aldursdreifing barnanna var eftirfarandi: Rúmlega 7,2% voru 5 ára og yngri, tæp 20% voru 6-7 ára, rúmlega 30% voru 8-9 ára, tæp 27% voru 10-11 ára og rúmlega 15% voru tólf ára og eldri. Tæpur helmingur barnanna (46,4%) hafði fengið greiningu fyrir sex ára aldur. Meirihluti foreldra var búsettur á höfuðborgar- svæðinu eða 77,5% þeirra sem veittu svör um búsetu. Um 17% bjuggu í þéttbýli á landsbyggðinni og rúmlega 5% í dreifbýli á landsbyggðinni. Unnið var úr tölulegum upplýsingum af spurningalistunum með SPSS tölfræði- forritinu. Auk þess var leitast við draga fram helstu atriði úr skriflegum athugasemd- um foreldra þar sem þeim var boðið upp á að skýra svör sín nánar. NIÐURSTÖÐUR Líðan foreldra var metin á þann hátt að þeir voru beðnir um að taka afstöðu til hversu sammála þeir væru 18 staðhæfingum. Til viðbótar þessum staðhæfingum voru for- eldrarnir spurðir um áhrif þess að eiga ofvirkt barn á samband þeirra við maka. Að lokum voru þeir beðnir um að meta hversu oft þeir upplifðu áhyggjur og vanlíðan vegna þriggja atriða sem tengdust barninu. Staðhæfingunum um líðan var skipt niður í fimm þætti eða undirkvarða: 1. streitu, 2. depurð og neikvæða afstöðu til sjálfs sín í foreldrahlutverkinu, 3. félagsleg sam- skipti, 4. hvort foreldrar geti séð jákvæðar hliðar á aðstæðunum, 5. áhyggjur. 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.