Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 128
LÍÐAN FORELDRA OFVIRKRA BARNA OG REVNSLA ÞEIRRA A F SKÓLANUM _____
Meirihluti foreldra (61,3%) segist fara minna út á meðal fólks eftir að þeir eignuð-
ust ofvirkt barn en þó eru ekki nema 30,6% sammála því að þeir umgangist fáa utan
nánustu fjölskyidu eftir að þeir eignuðust ofvirkt barn. Svo virðist því sem það að
eignast ofvirkt barn geti dregið nokkuð úr félagslegum samskiptum að mati foreldra
en þó ekki í það miklum mæli að þeir telji sig hafa lítið samband við fólk utan
nánustu fjölskyldu.
4. Jákvæðni. Með þremur staðhæfingum var ætlunin að meta hvort foreldrar geti litið
jákvætt á það að ala upp ofvirkt barn. Spurt var hvort foreldrar teldu sig geta séð
jákvæðar hliðar á ofvirkninni, hvort það að ala upp ofvirkt barn geti verið spennandi
áskorun og þeir hefðu trú á að þeim tækist að leysa þetta erfiða verkefni. Að lokum
var spurt hversu sammála þeir væru því að stundum væri gaman og gefandi að sinna
uppeldi ofvirka barnsins síns. Areiðanleiki þessa undirkvarða var mældur með
Cronbachs alpha og reyndist vera 0,72.
Mynd 4
Jákvæðar hliðar á ofvirkni
Þegar svörin við þessum spurningum eru athuguð sést að 91,1% foreldra telur sig
geta séð jákvæðar hliðar á ofvirkninni, þar af eru 37,5% mjög sammála slíkri staðhæf-
ingu og 78,5% eru sammála því að þeim finnist oft gaman og gefandi að sinna upp-
eldi ofvirka barnsins síns, þar af 32,7% mjög sammála. Rúmlega 60% foreldra eru
sammála því að það geti verið spennandi áskorun að ala upp ofvirkt barn, þar af telja
tæp 17% sig vera mjög sammála slíkri staðhæfingu. Meirihluti foreldra getur því
greinilega litið jákvætt á aðstæðurnar þó að þær séu oft erfiðar og krefjandi.
5. Áhyggjnr. Foreldrarnir voru enn fremur beðnir að taka afstöðu til þriggja staðhæf-
inga: I fyrsta lagi hvort þeir hefðu áhyggjur af framtíð ofvirka barnsins; í öðru lagi
hvort þeir hefðu áhyggjur af systkinum þess og í þriðja lagi hvort þeir hefðu meiri
áhyggjur af fjármálum eftir að þeir eignuðust ofvirkt barn. Áreiðanleiki þessa undir-
kvarða var mældur með Cronbachs alpha og reyndist vera 0,29. Ef staðhæfing um að
foreldrar hafi auknar áhyggjur af fjármálum er felld burt hækkar áreiðanleiki upp í
0,35 og því mögulegt að sú staðhæfing mæli ekki það sama og hinar tvær.
126