Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 133
JONINA SÆMUNDSDOTTIR
Tafla 1
Aðilar í skólakerfinu sem foreldrar telja að sýni sér sérstaklega mikinn
stuðning eða skilning
Hlutfall (%)
Leikskófakennari 17,9
Leikskólasérkennari/stuðningsfóstra 10,7
Starfsmaður f leikskóla 7,1
Leikskólastjóri 10,7
Kennari/bekkjarkennari 47,3
Sérkennari 23,2
Skólastjóri 17,9
Skólasálfræðingur 12,5
Skólahjúkrunarfræðingur 15,2
Leikskólaráðgjafi / sérfræðingur 2,7
Stuðningsfulltrúi 8,0
Sérfræðingur á vegum grunnskóla 5,4
Annar aðili 8,0
Eins og sjá má telur tæpur helmingur foreldra bekkjarkennara hafa sýnt sér sérstakan
skilning eða stuðning og er bekkjarkennari í langefsta sæti. Næstur á eftir er sérkenn-
ari sem tæpur fjórðungur foreldra telur hafa veitt sér sérstakan stuðning eða skilning.
Mat foreldra á samskiptum við leikskóla og grunnskóla var kannað með því að
biðja foreldra að merkja við þá svarmöguleika sem sjá má á mynd 10. Foreldrar gátu
merkt við fleiri en einn svarmöguleika og var mismunandi hversu marga þeir merktu
við. Niðurstöður má sjá á mynd 10.
Mynd 10
Mat foreldra ó samskiptum við grunnskóla og leikskóla
I|H __ | □ Leikskóli
■ Grunnskóli
, , u.B m M
Mikil Góð Mætti auka Mætti bæta Samsk. voru Samskipti
samskipti samskipti samskipti samskipti ekki góð en versnaö eða
hafa batnaö minnkaö
50
vP O' 40
— 30
co 20
3 10
I 0
Eins og sjá má taka mun fleiri foreldrar afstöðu til samskipta við grunnskóla en leik-
skóla. Ef athugað er álit foreldra á samskiptum við leikskólann merkja flestir við að
samskipti séu annaðhvort mikil eða góð. Um og innan við 10% foreldra telja að sam-
skipti mætti auka eða bæta og álíka margir telja að samskipti hafi ekki verið góð en
hafi batnað. Þegar skoðað er mat foreldranna á samskiptum við grunnskóla kemur í
131