Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 137

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 137
JÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR barna (sbr. Rannveig Traustadóttir, 1995; Auður Kristinsdóttir, 1999). Eins og fram kemur í fræðilega hlutanum hér á undan er aukin hætta á að ofvirk börn leiðist út á braut alvarlegra hegðunarvandkvæða sem getur jafnvel leitt til andfélagslegrar hegð- unar, afbrota og ávana- og fíkniefnaneyslu. Því er eðlilegt að framtíðin sé áhyggjuefni foreldra sem vita um þessa áhættu. Ofvirk börn eiga einnig frekar en önnur börn í vandræðum í skóla, bæði hvað varðar nám og félagsleg samskipti. 1 þessari rannsókn segjast yfir 90% foreldranna hafa oft eða stundum áhyggjur af hvernig barninu geng- ur í skóla og hvernig því vegnar félagslega. Tæp 90% telja sig oft eða stundum finna til vanlíðanar eða hafa áhyggjur af því að takast á við hegðun barnsins heima fyrir og 80% foreldra hafa áhyggjur af systkinum ofvirka barnsins. Það er hins vegar minni- hluti foreldra, eða rúmlega þriðjungur, sem telur sig hafa auknar fjárhagsáhyggjur eftir að þeir eignuðust ofvirkt barn. Líðan foreldra ofvirkra barna einkennist af sektarkennd, vonleysi og vantrú á sjálfum sér sem foreldrum. Um 80% foreldranna segjast sammála því að hafa stundum sektarkennd og um 70% upplifa svartsýni og að vera einn og hjálparvana, auk þess sem 60% telja sér hafa mistekist í foreldrahlut- verkinu. Þetta er í samræmi við niðurstöður fleiri rannsókna, til dæmis rannsókn Mashs og Johnstons (1983) sem sýnir að foreldrar ofvirkra barna hafa minni trú á sjálfum sér sem foreldrum en foreldrar annarra barna. Virðist það tengjast hegðunar- vandkvæðum barnsins og mæðurnar í þeirri rannsókn sýna einnig meiri þunglyndis- einkenni. Slíkar niðurstöður koma reyndar fram í fleiri rannsóknum, sbr. Befera og Barkley (1985). í rannsókn Kendalls (1998) kemur einnig fram að þunglyndi er áber- andi þáttur í líðan þeirra fjölskyldna ofvirkra barna sem rannsókn hennar tekur til. Ofvirkni barnanna hefur einnig áhrif á félagsleg samskipti en 60% foreldra segjast fara minna út á meðal fólks eftir að hafa eignast ofvirkt barn en áhrifin eru þó hjá fæstum svo mikil að þeir umgangist fáa utan nánustu fjölskyldu. Eins og fram kemur hjá Cunningham og félögum (1988) hafa foreldrar ofvirkra barna minni samgang við ættingja. Kendall (1998) greinir frá félagslegri einangrun foreldra ofvirkra barna sem og Mash og Johnston (1983). Þetta samræmist einnig rannsókn Huldu S. Guðmunds- dóttur (2001) á foreldrum langveikra barna. Þar kemur fram að það að eiga langveikt barn dregur úr félagslegum samskiptum foreldranna við fólk utan heimilis. Samkvæmt erlendum rannsóknum (t.d. yfirlitsgrein FisclTers, 1990; Befera og Barkley 1985) eru tengsl á milli ofvirkni barna og ósamkomulags í hjónabandi. Miðað við spurningalistakönnunina virðast flestir foreldranna þeirrar skoðunar að það að eiga ofvirkt barn hafi áhrif á samband við maka. Talsvert fleiri foreldrar telja að áhrif- in hafi verið neikvæð fremur en jákvæð. Rúmur helmingur þeirra sem tekur afstöðu er sammála því að neikvæð áhrif þess að eiga ofvirkt barn hafi minnkað eftir því sem á leið. Þótt reynslu foreldra ofvirkra barna svipi að mörgu leyti til reynslu foreldra barna sem eiga langveik og/eða fötluð börn, virðast áhrif greiningar vera ólík hjá þessum tveimur hópum. I rannsókn Rannveigar Traustadóttur (1995) kemur til dæmis fram að það er oftast áfall fyrir foreldra að uppgötva að barn er fatlað. Af viðtölum við foreldrana kom fram að greining breytti miklu til hins betra fyrir sjálfsmynd foreldranna og eru niðurstöður spurningalistakönnunar samhljóða eins og sjá má á mynd 8. Þetta virðist að talsverðu leyti mega rekja til þess að ákveðin til- 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.