Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 4

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 4
226 Spielhagen: góðu toddýglasi og góðum vindli. En kvennþjóðin, kvennþjóðin! æ, já, það er hreint hneyksli hvernig kvennþjóðin er. þær vantar allar saman, ef satt skal segja, tilfinninguna fyrir þessum djúpa skáld- skap, sem blikar upp úr hálftæmdu glasi, þær hafa ekki hjarta fyrir þess konar, enga sál, engan skiln.... — Hvaða þvaður er það þó, sem þú kemur þarna með aptur, slæmi karlinn minn herðabreiði, sagði Emmý, setti sykurskálina á borðið og skelti dálítið á herðar bónda sínum þar sem hann laut fram á borðið, en það var sannast að segja um þessar herð- ar, að þær voru óvenju breiðar. — Nei, blessuð láttu það vera, að skarnma út herð- arnar mínar, Emmý, sagði Gottlieb.—þú veizt þó líklega, að þú átt eingöngu mínum breiðu herðum að þakka, að þú ert nú ékki framar frauken Emmý Jáger á vegum verzlunarhússins og samlagsins Jáger -Breitkopf, heldur frú og eiginkona gasgerðarstjóra Bólands. — Já, já! sagði Emmý. — En því geturðu þó ekki neitað, Emmý, að hefði jeg ókki haft mínar breiðu .... — þú ert óþolandi maður, Gottlieb, sagði Emmý, og reyndi af veikum mætti að setja á sig stygðarsvip- — þér gerið okkur sannarlega forvitna með þessu, mælti assessor Stricker; hann var fyrir löngu sózt- ur aptur í sæti sitt. — Hvað er að tarna um herðarnar yðar, Bóland ? spurði lautenant v. Berkenféld. — 0, það er svo sem ekki neitt, það er enginn hlutur, sagði unga frúin og var mikið niðri fyrir. — Hann Gottlieb er svoddan gasprari, svo málskrafs- mikill, svo sjálfhæliun.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.