Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 23

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 23
Breiðu herðarnar. 245 Jeg er nú svo gerður, að mér er lítið gefið um þras og illdeilur, og sérstaklega hef jeg alténd haft megna óbeit á þessu óskynsamlega rifrildis gargi. þar við bættist, að skiphérrann hafði fortakslaust rangan málstað og ekkert fram að færa mót inni Ijósu og greindarlegu máls útlistun Jágers annað en eintómar hótanir og fúkyrði. því lengur sem jeg heyrði þrjótinn ólmast og garga, því andstyggilegri varð hann í mfnum augum, og þegar hann loksins fór að færa sína dónalegu hnefa upp undir fálka- nefið hans Jágers, sem var gamall maður og auðsjá- anlega óhraustur, og farinn að blikna upp í framan af angist—já, þá er það sannast að segja að þolin- mæði mín var á enda. Jeg stóð upp og gekk fram að dyrunum, og gaf þorparanum í skyn með lát- bragði og bendingum, að okkur væri ekki lengur nein sérleg þægð í persónulegri nærveru hans. Skip- herrann varð öskubálvondur og lét svo óðslega, að jeg varð hálfhræddur um gamla manninn þar scm hann sat nábloikur á stólnum sínum og skalf eins og hrísla. Fór jeg þá og þreif yfrum axlir skipherrans, kreisti handleggina að kroppnum svo fast sem jeg gat og bar hann síðan bröltandi og grenjandi í fangi mínu, út um dyrnar, gegnum fordyrið og fram á riðið. þar lagði jeg hann niður og greiddi svo eptir beztu föng- um fyrir för hans ofan tröppurnar. þegar hann var oltinn niður fyrir neðsta þrepið stóð hann upp aptur °g fór út úr húsinu bölvandi og ragnandi, en jog gékk aptur iun í skrifstofuna, læsti dyrunum á eptir ^ér og sagði: »Svona, nú held jeg við getum haldið afram samtali okkar, og þurfum við víst ekki að ótt- ast að við verðum truflaðir í annað sinn». í?að þori jeg að segja, að þó jeg yrði hundrað ára

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.