Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 19
Breiðu herðarnar. 241
jeg kvaldist sáran af kulda og sulti á víxl og hefði
fjandinn boðið í mig um það leyti, þá hefði hann
fengið mig fyrir gjafverð.
Bn jeg hugsaði mér, að ekki væri vert að fara
fjandans til svo bráðlega; mór væri eins gott að
fara til verzlunarhússins og samlagsins Jáger-Breit-
kopf og segja þar til, að jeg ætlaði að sækja um ið
óveitta embætti.
það var samt ekki svo auðhlaupið að þessu eins og
sýndist í fyrsta áliti. Fyrst og fremst var slæmt að
þurfa aðbíða, því jeg vissi að fyrstu þrjá dagana voru
þegar komnir tuttugu og tveir umsækjendur, en jeg
gat alt um það ekki farið frá starfstöð minni fyr en
á laugardaginn, því þann dag hagaði svo til, að jeg
gegndi varðstörfum til hádegis, cn átti eptirmiðdag-
inn frían. þar við bættist að mig vantaði alveg
þess konar fatnað, sem hafa þurfti við svo hátíðlegt
tækifæri. Stígvél og hálslíu var svona nokkurnveg-
inn viðunandi, og svo komu líka í leitirnar svartar
buxur, sem nota mátti með því móti að borið væri
dálítið af bleki í saumana. Hvítt vesti fékk eg með
gjafverði hjá rusla-sölumanni, sem bjó fimm loptum
Deðar í sama húsi og jeg. þ>á var eptir að fá frakk-
ann og varð einn af samþjónum minum til að lóna
mér hann ; það var hann Hans Sorgenfrl, sem núna
Qi’ yfirtilsjónarmaður hjá mér og bezti vinur minn;
hann hafði nýlega haldið brúðkaup sitt og átti spá-
nýan frakka ljómandi fallegau.
“Ileyrið þér, Hans Sorgenfrí«, sagði jeg, þegar
bann kom á laugardaginn um hádegisbil og loysti mig
af verði, við stóðum inni í gasmælis-skálanum og var
jeg að reyna frakkann, sem liaun hafði fært mér inn-
Iðunn. I. 16