Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 16

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 16
238 Spielhagen: horfa á yður, manni lóttir fyrir brjósti af því«,—þetta veit jeg að hann hefir margsinnis hugsað méð sjálf- um sér, og þá brosti hann ætíð svo vingjarnlega um loið og þó svo raunalega. .Tegheld jeg hefði getað fórnað fyrir hann mínum síðasta blóðdropa, en það hefði samt ekki hjálpað honum neitt. Hann vesl- aðist upp af tæringu og gaf upp öndina í faðmi mín- um tveimur vikum áður en jeg útendaði fangelsis- tímann og losnaði úr kreppunni. þannig var jeg þá frjáls maður aptur, en það veit hamingjan, að opt langaði mig til að vera kominn í fangelsið aptur, þar sem hafði farið svo vel ummig. Mér sýndist heimurinn svo stór og þó svo ömurlega auður og snauður, þrátt fyrir hina ótölulegu mann- mergð. það var enginn sem hirti neitt um mig. Faðir minn var andaður og hafði dáið jafnsnauður og hann hafði lifað. Ættmenn mínir vildu hvorki heyra mig né sjá, þar sem jeg var nýleystur úr hegn- ingarfangelsi, og bæri svo til að jeg hitti þá, sem jeg forðaðist eins og jeg gat, þálétust þeirekki þekkja mig. Jeg get með sanni sagt, að nú átti jeg lengi vel auma daga, og þegar mér eptir langa mæðu auðn- aðist að komast að við gas-gerðarsmiðju nokkra sem undirumsjónarmaður, þá taldi jeg það einstaka hepni. Fimtán dali hafði jeg í Icaup. f>ið getið því nærri, hvað langt það hafi náð, eins matlystugur og jeg er, eða réttara sagt, þið getið ekki getið því nærri. jpeir, sem. hafa alizt upp við als nægtir, geta ekki gert sór neina hugmynd um, hvernig liggja muni á þeim, sem sem sitja við svo naumlega deildan verð. Og svo ber þess að gæta, að þó faðir minn kæmizt ekki hærra en að vera reiknings-endurskoðari, þá hafði haun þó haldið sig að heldri manna hætti og alið mig upp á

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.