Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 21

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 21
Breiðu herðarnar. 243 mín er sofnuð sælum blundi þarna í legubekks end- anum, og þarf jeg þá ekki að feila mér neitt við að segja ykkur hvernig minn heiðraði tengdafaðir kem- ur fyrir, þegar maður sér hann í fyrsta sinn, einkan- lega ef maður hittir hann rótt á undan miðdegis- verðinum, því þá er hann vanalega svangur og nöld- urslegur, alveg eins og titilmyndin á enska kýmiblað- inu Puncli, nema hvað herðakistilinn og smásepp- ann vantar; hann er líka, ef nokkuð er, dáltið ófríð- ari, og eptir því sem hann kom mér fyrir sjónir á þessari miðdegis stundu, þá var hann óvenju þver og ófrýnn og ómannblendnislegur. »IIvað viljið þér?» sagði inn litli gamli maður hryssingslega og snéri sér til hálfs að mór á skrif- stofustólnum. »Hæstv....« jeg ætlaði að fara að segja, hæstvirti, en tók mig aptur, því mér þótti það vera fyrirlitlógur fleðuskapur, hóstaði svo dálítið og sagði með fullri oinurð : »Jeg ætlaði að tilkynna, að jeg sæki um gasgerðar- stjóraembættið, sem auglýst hefir verið að sé laust«. »þér eruð sá þrítugasti«, sagði Jáger bystur. »það sakar ekki grand«, mælti jeg. »Hvað meinið þór með því?« »það er þó ekki nema einn, sem getur fengið emb- ættið«. Gamli maðurinn snéri sór enn þá svo sem þuml- ung áfram lengra á stólnum og horfði enn þá bystara íl mig en áður. Augun undir inum úfnu augabrún- um stungu mig eins og glóandi júlfsólskin á undan skrugguveðri; en jeg sagði svo við sjálfan mig : Ef þú gerir nú svo mikið sem að depla augunum, þá ertu

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.