Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 24

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 24
246 Spielhagen: gamall, þá gleymdi jeg aldrei hvernig gamli maður- inn var í framan, þegar hann horfði á mig að þessu sinni. Gremjan og hrœðslan, sem hafði gagntekið hann fyrst, blandaðist mr svo, hjákátlega saman við undrunina, og jeg má víst segja, gleðina yfir handa- tiltektum mínum, og þegar þessu lenti samau í inu skringilega andliti, þá kom það már svo annarlega fyrir sjónir, að jeg hélt fyrsta kastið að gamli maður- inn væri genginn frá vitinu. jparna sat hann bí- spertur og starblíndi á mig með sínum smáu, tinnu- hvössu augum — og svo alt í einu rak hann upp skríkjahlátur, sem meira líktist gali einhvers fugls lir annari héimsálfu en vanalegum kristinna manna hlátri. því nliður sá jeg eða skynjaði von bráðara, hvað það var í útliti mínu, sem honum þótti svo hlægilegt. Nýi frakkinn, sem Iíans Sorgenfrí lánaði mér, hefir víst ekki verið úr sem beztu efni, svo á- ferðarfagur sem hann var, — hann hafði bilað við átökin þegar jeg var að vinna slig á heljarmenninu, rifnað upp í öllum saumunum og hékk utan um mig eins og rifrildi. Jeg fann á mér að jeg eldroðnaði í framan, en jeg var fastráðinn að vera ekki alvöru- meiri f þessu máli en þörf gerðist. »Jeg ætla aðbiðjayður, herra Jáger«, sagði jeg, »að afsaka, að fötin mín hafa færzt dálítið úr lagi; en úr því það var ásetningur minn að bjóða mig sjálfan fram, en ekki frakkann minn, þá vona jeg að það géri ekkert til. Máltækið segir að »fötin skapi mennina«, en varla munu þau skapa duglegan gas- gerðarstjóra«. »1 herrans nafni, þér eruð maður eptir mínu skapi«> kallaði gamli maðurinn upp, hoppaði niður af stóln- um og rétti mér sína mögru og grönnu hönd, uffl

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.