Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 8

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 8
230 Spielhagen: leika scr á strætinu, frá því aö verða undir hjólunum; í annað skipti var jeg rétt að segja druknaður, af því jeg reyndi að bjarga kláðugum hundi, sem þeir höfðu fleygt útí borgarsíkið; jeg hef aldrei séð neinn lags- bróður minn í bobba.svo jeg hafi ekki reynt að hjálpa honum, en það hef jég haft fyrir, að jeg margsinnis hef orðið að taka annara ávirðingar og barsmíðina, sem þar með fylgdi—á mínar breiðu herðar. þetta lætur nú reyndar í eyrum eins og gort og sjálfhælni, herr- ar mínir, en hvað get jeg að því gert, þó heilagreyið í mér sé ekki nándar nærri að tiltölu eins umfangs- mikið og herðarnar. Hver verður að hafa til síns ágætis nokkuð og þegar maður er af náttúrunni dæmdur til að setja fjöldamargar hroðavillur í tíma- stíla og vera fyrirlitinn af hverjum busanum og hverju skólapeðinu, sem maður alt að því gæti stungið í vas- ann, er það þá ekki öll von, þó maður friði harm sinn yfir vöntun andlegu hæfilegleikanna með því að hugga sig við líkamlegu yfirburðina. Og ef um krapta skal ræða þá var jeg svo vel lir garði gerður, að jeg var kallaður Gottlieb sterki eða Golíath, eða Mammúth Golíath og þess konar, engu sjaldnar en jeg var kallaður Gottlieb heimski eða Gottlieb lati. þ>essir miklu kraptar og góðmenska mín að auki, það er sú uppspretta sem mestöll ógæfa mín hefirafflotið, en jafnframt líka mestöll hamingja mín eins og þið skuluð bráðum fá að heyra. |>að var eins og náttúr- an sjálf hefði einkent mig á meðal annara svo sem þann, er skapaður væri til að fremja öll þau heimsku- pör, sem hugsast geta. það var eins og segir í al- þýðuvísunni. l'arðu á umlan þarna þá,

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.