Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 26

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 26
248 Spielliagen: ir hefðu verið og í stuttu máli alt sem á dagana hafði drifið, gleymdi jeg þá ekki heldur að minnast á fangavist mína. þogar jeg hafði úttalað, rétti gamli maðurinn mér sína mögru hönd og sagði: »Hérna er höndin mín upp á það, herra Róland, að þér skuluð vera forstjóri okkar; tvö þúsund dala laun á ári, og fylgir þar með embættisbústaður, ó- keypis eldiviður og ljós og fimm af hundraði af allri ágóða upphæðinni. Eruð þér ánægður með það ?« Jeg klöknaði svo við þessi orð gamla mannsins að hjartað barðist upp við kverkar mér, jeg greip um hönd hans og stundi upp einhverju — jeg veit ekki hverju, ön svo mikið vissi jeg, að nú var öll neyð á enda og að Hans Sorgenfrí átti að fá svo fallegan frakka, sem nokkrum skraddara var unt að búa til. »Earið þér nú heim«, sagði gamli maðurinn, og fáið yður annan frakka, komið svo hingað klukkan fimm og borðið hjá okkur miðdegisverð. Jeg læt yður svo kynnast heimafólkinu hjá mér og á eptir getum við undirskrifað samninginn. Alt frá þessu augnabliki eruð þér genginn úr stöðu þeirri, sem þér hafið gegnt hingað til. Jeg skal samstundis skrifa yfirmanni yðar og tilkynna honum breytingu þá, sem orðin er á embættaskipuninni. þér þyrftuð kannske á peningum að halda, ungu mennirnir hafa ætíð þörf fyrir peninga. Hérna eru hundrað dalir fyrir fram af launum yðar. Nei, verið þér nú ekki með nein ólíkindalæti. Viljið þér skrifa hórna nafn- ið yðar. þökk fyrir! Verið þér sælir þangað til við sjáumst aptur, kl. 5 upp á slagið«. þar með lét gamli maðurinn mig frá sér fara og

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.