Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 7

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 7
Breiðu herðarnar. 229 gula með grænbrúnu toppfjaðrirnar, sem mér þótti svo einstaklega vænt um—hann svalt í hel, en það var ekki af því að mín misti við, nei, þvert á móti, það var jeg sem var þess valdur, og jeg skelfist enn þá í huganum, þegar jeg minnist næturinnar eptir síð- asta daginn sem fugltetrið lifði, þegar hann í hinzta sinni spriklaði litlu fótunum sínum upp í loptið. Jeg var við því búinn, að nú kæmi djöfullinn og sækti iuig, og hafði samið mér bænarkorn til að ákalla miskunn hans; mig minnir hún byrjaði svona: “Djöfull minn góður!« Ef nú inir heiðruðu herrar skyldu spyrja mig, í hverju mfn voðalega vonzka hafi verið fólgin, þá veit jeg ekki að svo stöddu, ef satt skal segja, hverju jeg á að svara.—það var reyndar stöðugur vani minn í skólanum að vera við endann á bekkjunum, og reyndar kom ekki svo á mig við latínskar æfingar, að villurnar yrðu ekki hjá mér milli tíu og tuttugu að minsta kosti; mér var ómögulegt að komast hjá því, þó jeg hefði átt líf mitt að léysa,-—þetta skal jeg nú raunar fúslega játa; en það voru sumir piltar, sem bæði voru heimskari og latari en jeg, og þeir fengu þó ekki helminginn af þeim höggum, sem jeg fékk, og spáði enginn fyrir þeim, að þeir mundu aldrei verða að manni. Ekki hafði jeg heldur ílt hjartalag; jeg held nærri því jeg megi segja, að jeg hafi huft gott hjarta og ef til vill of gott, eptir því sem heimur þessi gerist; helmingurinn fyrir víst af heimskupörum mfnum var af hjartans togaspunninn. 'feg kom treyulaus heim, af því jeg gaf hálfnöktum förupilti treyu mína, jeg sá, því er það, að hann gaut fd hennar öfundar augum ; einusinni keyrði vagn yfir mig af því jeg ætlaði að forða barni, sem var að

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.