Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 46

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 46
268 Klukkur Lóretókirkjunnar. ir ríku hefði vakið hana með eitri, til þess að fœkka hinum fátæku. Loksins kom sýkin á heimili ekkjunnar; elzti piltrinn lagðist. Móðirin ætlaði að örvílnast af sorg, því að hún elskaði öll börnin sín jafnt, og henni kom ekki í hug, að ef hún misti börnin sín, mundi áhyggjum og mæðu létta af henni. Hún gat ekki borgað lækni, enda sá hún líka, að þeir höfðu of mikið að gera til þess að nokkr þeirra færi að ómaka sig til hennar. það liðu varla tvær stundir áðr en barnið fór að búa sig iun í ann- an heim. þegar aumingja móðirin sá, að hún gat ekkert hjálpað, tók hún upp bandið með silfrpenjþgun- um, leysti af þann stærsta og hljóp með liann til Lóretókirkjunnar. Litlu síðar gall við stærsta klukkan—sveinninn lá í andarslitrunum;—það var dánarldukkan hans. þá skröltu líkvagnarnir liðlangan daginn fram og aftr um Prag, staðnæmdust við hverjar húsdyr og tóku þar við líkunum; og þegar komið var nóg á vagninn, var ekið út í kirkjugarð að stórri safngröf. Daginn eftir gekk aumingja ekkjan á eftir líkvagn- inum, til þóss að sjá að minsta kosti, í hvaða gröf barnið hennar yrði lagt. þcgar hún kom heim, lá annað barnið hennar, yndisfalleg, glóhærð stúlka, veik eins og bliknuð rós. Að tæpum tveim stundum liðnum hljóp móðirin með annan pening til Lóretókirkjunnar. Og svona fór það á hverjum degi. Peningr cftir pening livarf af bandinu, og sífelt gullu færri klukkur í turni Lóretókirkjunnar.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.