Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 5

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 5
Breiðu herðarnar. 227 — Nei, hættu bara, nú verðurðu of svæsin. Nú skuluð þið sjálfir heyra og dæma, herrar mínir, hvort þessi litla maddama, sem tæplega er búin að vera í hjónabandi eitt ár, hvort hún hefir rétt til að titla mig, manninn sinn, með þvílíkum heiðursnöfnum, og hvort jeg er nokkuð óhæverskur, þó jeg fullyrði, að það eru ekki vitsmunir mínir, kunnátta eða elsku- verð persóna mín, heldur einungis þessar mínar breiðu herðar og axlir og armleggirnir báðir, er út frá þeim ganga, sem jeg á að þakka, að jeg hef náð í þessa góðu lífstöðu mína, og eignast þessa óþolandi konu. — Segið okkur söguna, mælti assessorinn. — Náðug frúin leyfir yðurþað, sagði lautenantinn. — Mín vegna guðvelkomið, mælti Emmý. Hún var aptur sezt í legubekks endann og hafði sett á sig þykkjusvip; en það sá lautenantinn, og var heldur raun að því, að frúin horfði sérlega vin- gjarnlegum augum á sinn föngulega og sterkvaxna bónda. Gottlieb hrærði nú einu sinni enn í inu rjúkandi glasi sínu, blés út nokkrum bláum reykjar- hringum úr vindli sínum, hallaði sér makindalega aptur á bak í hægindastólnum og tók til frásagna: »Svo er nii mál með vexti, vinir góðir, að jeg er í rauninni frá upphafi vega minna ónytjungur, eða ef það er of djúpt tekið í árinni, þá er jeg svona hálfgerður slóði. þetta er að öllum líkindum rétt, að minsta kosti er nógu opt búið að segja mér það. Aður en jeg hafði lært að ganga, skírði barnfóstra tnín mig þessu nafni,—það var seinni skírnin mín; jeg hafði ekki verið noma hálfa stund í barnaskólanum, þegar kennarinn úthrópaði mig fyrir hiuum börnun- 15*

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.