Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 29
Breiðu herðarnar. 251
maðurinn þessar ógurlegu herðar , en jeg ætla samt
ekki að gera hann að ólánsmanni«.
(Stgr. Th.)
Snarræði af stúlku.
Sannur viðhurður.
(þýtt úr dönsku).
egar jeg kom til Kaupmannahafnar fyrir nokkr-
We um árum, var jeg einu sinni á gangi á Kóngsins-
Nýjatorgi seinni part dags með gömlum kunningja
mfnum.
Hjer um bil rjótt fyrir utan »Hestinn« mættum
við kvennmanni, sem förunautur minn tók ofan fyrir,
og sem mjer virtist svo auðkonnileg útlits, að mjer
varð ósjálfrátt að lítavið og horfa á eptir henni.
Hún var há og grannvaxin, í sorgarbúningi, gekk
ofur-hægt og horfði alltaf niður fyrir sig. Hún lcit
út fyrir að vera ekki eldri en lítið yfir þrítugt í mesta
lagi, og var þó hvít fyrir hærum ; ekki gráhærð,
heldur snjóhvít á liár.
' Hún var fríð sýnum, en frámunalega föl í andliti
og undarlega döpur í bragði og raunaleg.
»Hvaða kvennmaður er þetta ?« spurði jeg.
»það er frændstúlka mín, sem hefir orðið fyrir
Jnjög raunalegum forlögunm, svaraði hann.
>»A, hvernig þá ?—jeg vona þú fyrirgefir mjer, þó