Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 18

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 18
240 SpielViagen: þótti, eins og gefur að skilja, og fór jeg að brjóta heilann um það, hvernig jeg ætti að komast úr á- nauðinni í sjálfstæðari stöðu, þar sem jeg gæti gert uppgötvanir mínar arðberandi og yfir höfuð að tala náð því stigi í mannfélaginu, sem hæfði syni jafn- heiðarlegs föður og jeg hafði átt. því það skuluð þið vita, að umhugsunin um minn kæra föður, sem hafði syrgt sig til dauða mín vegna, hún yfirgaf mig aldrei, og jeg gat ekki að því gert, að mér fanst alt af eins og það mundi gleðja hann í gröfinni, ef jeg kæmist vel áfram í heiminum. Svona liðu fimm ár og gat jeg nú með engu móti lengur eirt við að búa í þakhýsi mínu. þá losnaði gasgerðarstjóra embættið hérnaog skoraði samlagiðá þá, sem hæfir þæktust vera, að bjóða sig fram. það var 21. janúar, og stendur rétt heima að nú er ár síðan, að jeg las auglýsinguna, og með því jeg á nefnd- um degi fylti þrítugs-aldurinn, þá þótti mér það góðs viti og sagði við sjálfan mig : »Hertu upp hugann, Gottlieb, annaðhvort nú eða aldrei!« Og það var sannarlega ekki nein vanþörf á góðum fyrirboða, eins og ástatt var fyrir mér, því annars hefði mig bilað áræði þegar til kastanna kom. þið vitið að það fylgir embætti þessu, að maður á um leið að vera iðnfræðislegur yfir-forstjóri allra hinna fjörutíu gas- gerða, sem samlagið hefir þegar á stofn sett. Jeg átti eptir því að verða yfirboðari þess forstjóra, sem jeg alt til þessa hafði þjónað undir, og í þessa upp- hofð átti jeg að komast úr stöðu þeirri, er jeg gegndi enn þá sem undir-tilsjónarmaður. þ>ið munuð játa herrar mínir, að þetta alt saman var dáltið hjákát- legt. ]‘!n janúarmánuður í fyrra var nístandi kaldur, frostvindurinn hvein inn um rifttrnar á þakkytru minni

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.