Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 37

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 37
Snarræði af stúlku. 259 Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. jpetta var fullkomið hræðsluefni, og henni datt í hug að hrópa á hjálp. En hún áttaði sig undir eins aptur. Yrði maður- inn undir rúminu þess áskynja, að þær hefðu orðið varar við sig, mundi hann láta það verða sitt fyrsta verk að fyrirfara þeim, eða að minnsta kosti að ganga svo frá þeim, að þær gætu ekki kallað á hjálp. Henni hefði verið lafhægt að stökkva fram úr rúminu og út um dyrnar, því þær voru hennar meg- in við rúmið. En þá hefði verið úti um Láru.— Nei, aldrei skyldi það verða, hugsaðihún með sjálfri sjer; annaðhvort skyldi hún reyna að bjarga þeirn báðum eða þá láta eitt yfir þær ganga. Hún hugsaði sig um litla stund enn. það var eins og allt væri á flugi í huga hennar. Síðan tók hún til að ræskja sig og bylta sjer á ýmsar hliðar, til þess að vekja Láru. En hún svaf fast. «Æ, jeg er svo fjarskalega þyrst» kveiuaði Ebba. »Lára, Lára, ætli það sje ekkert vatn hjerna uppi?« Lára svaf eins og steinn. Nú fór Ebbu ekki að verða um sel. »Lára, Lára«, sagði hún og ýtti við henni; »mjer er svo illtl« Loks fór Lára að rumska. »Hvað gengur á?« spurði hún milli svefns og vöku. »Mjer er svo illt í hálsinum«, sagði Ebba. »Jeg má til að fá vatn að drekka; það er eins og jeg ætli að kafna; og kalt má vatnið til að vera, blákalt endilega«. »það er víst ekki annað vatn hjer uppi en í þvotta- könnunnifl, svaraði Lára; »það vildi óinmitt svo illa 17*

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.