Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 10

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 10
232 Spielhagen: og fimm eða sex kennarar fyrir víst, og þessum öll- um hafði jeg veitt.svo langa mótstöðu. þið munuð nú fara nœrri um, hver málalokin hafi orðið: mér hafði náttúrlega ekki verið ókunnugt um, hverjir þeir voru sem herjuðu á dyrnar, jeg hafði að eins látið leiðast af ofstopa míns þverúðarfulla hjarta. þetta hafði verið það ljótasta stráksbragð, sem leikið hafði verið við kenslustofnun þessa í manna minnum, og var jeg því rekinn úr skóla cum infamia1. Gamla manninum, veslingnum honum föður mín- um, lá við að örvílnast. Að vera rekinn úr skóla og að vera húðstrýktur og brennimerktur opinber- lega, það var í hans augum eitt og sama. Hann kallaði mig grátandi tapaða soninn sinn, og jeg lofaði guð fyrir, að mín góða móðir hafði ekki lifað þetta ólán mitt, úr því svo átti að vera, að hún burtkall- aðist á undan mér; eins og nú var, þurfti hún ekki að gráta úr sér blessuð augun af hrygð og hugraun yfir óláni sonar síns. Alt upp frá þessu hrakaði mér meira og meira og mér var alt af að verða torskildara og torskildara, hversvegna jeg einmitt ætti að heita Gottlieb2, þar sém helzt var útlit fyrir, að jeg væri hvorki guði kær nó mönnum, og engar líkur til að jeg geti orð- ið til nokkurs nýtur. Faðir minn hafði sent mig til stórbónda nokkurs, sem hafði orð á sér fyrir að vera afbragðs búhöldur. Aldrei hefði jeg getað komizt í verri hendur. Herra Bartel var frámuna- lega fáfróður maður og hrottalegur, bæði skepnuníð- ingur og manna, smásmuglegur, böðulslegur kúgari, 1) Með óhróðri. 2) f>ýzka nafnið Gottlieb merkir : Guðkær (guði kær).

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.