Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 22

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 22
244 Spielhagen : frá, enda brá jeg mér hvergi og hugsaði með mér : Já, hvestu augun, gamli lcarl, eins og þú vilt, frakkinn er reyndar fenginn að láni, en það er ærlegur dreng- ur sem í honum er. I sama vetfangi var barið á dyr, og ekki beðið eptir svari Jágers, því inn í hcrbergið gekk maður, sem mér geðjaðist illa að af tveimur ástæðum, fyrst af því að hann truflaði samtal okkar Jágers þegar hæst stóð, í annan stað af því hann var viðbjóðslega Ijótur , svipillur og fantalegur, og þar til kraptalega vaxinn og saman rekinn. »Hvað viljið þér ?« sagði Jáger bystur. »þ>ór vitið það líklega eins vel og jeg«, svaraði komumaður með mesta fruntaskap, »jeg vil hafa mína peninga og ekkert slúður. »Jeg hef skrifað yður áður og sagt yður, hvers vegna jeg get ekki látið yður fá þá«, svaraði Jáger kurteislega. »þá bið jeg sjálfan andskotann«—sagði hann. »það hjálpar yður víst ekki stórt«, mælti Jáger. — Má jeg biðja yður, herra ?« — «Róland,» sagði jeg, —«herra Róland, gcrið þór svo vel að fá yður sæti á meðan og bíða svo lítið þangað til jeg er búinn að afgreiða þennan herra». Jeg settist á stól nokkuð frá og héldu nú báðir hinir áfram viðræðu sinni. Komumaður sá hinn þrekvaxni var skipherra ; það skiptir ekki um nafnið, hann hafði flutt verzlunarhúsinu kol frá Hamborg, og var svo að heyra sem hann krefðist borguuar yfir samninga fram. það var skringilegur samsöng- ur að heyra þessa tvo menn skammast; það var éins og mjórómuð hljóðpípa emjaði í kapp við dimm- rómaða, rymjandi bumbu. En bumban reyndist þolbetri en pípan og grenjaði að síðustu svo voða- lega, að gluggarúðurnar nötruðu.—

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.