Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 38

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 38
260 Snarræði af stúlku. til, að stúlkunum hafði gleymzt að koma með vatns- flöskuna upp hingað í gærkveldi«. »Ekki drekk jeg úr þvottakönnuni; komdu með mjer ofan í eldhús eptir flöskunni«. »Æ-i nei, lofaðu mjer að vera kyrri; jeg er svo fjarskalega syfjuð«, svaraði Lára og var hálf-úrill. Ébba var í standandi ráðaleysi. »Jeg þoli ekki við fyrir þorsta; jeg er hreint fárveik. þú mátt til að koma með mjer; jeg þori ekki að fara ein. Við sem komum svo undir eins aptur, þá geturðu haldið áfram að sofa. þú mátt til að gjöra það fyrir mig að koma með mjer». Hún fór fram úr rúrninu í hægðum sínum, og Lára á eptir, svona séint og bítandi. »Við þurfum ekki að vera í meiru en þessu sem við erum«, mælti Ebba; »við komum undir oins apt- ur«. Svo fóru þær út í nærfötunum, og ljet Ebba Láru ganga á undan. Hurði-n var úr eik og járnslá mikil fyrir að utan. jpurfti ekki annað en bregða slánni í keng 1 veggn- um, og fjelli hún vel niður í kenginn, var það á einskis manns færi að brjótast út úr klefanum. þegar þær voru komnar út fyrir dyrnar, lokaði Ebba hurðinni og reyndi síðan fyrir sjer með hægð, hvort sláin fjelli vel í kenginn. Hún fann, að sláin var hálf-laus, og flýtti hún sjer í dauðans-ofboði að keyra hana niður í kenginn. »Hvað ertu að gera?« spurði Lára. »Guði sjo lof; nú orum við hólpnar#, mælti Ebba ; »það er maður undir rúminu inni«. »Hvað ertu að fara með? þú ert ekki með sjálfri þjer, Ebba. þú ert veik, þú talar óráð«. »Nei, nei, þjer er óhætt að trúa mjer, að það er

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.