Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 30

Iðunn - 01.11.1884, Blaðsíða 30
252 Snarræði af stúlku. jeg spyrji svona; mjer fannst svo mikið um útlit hennar; þetta er ekki af algengri forvitni fyrir mjer«. »Jeg skal gjarnan segja þjer söguna af því, hvern- ig það atvikaðist, að hún varð svona« svaraði hann; »en það er ekki hægt hjerna úti á götu, því sagan er nokkuð löng. Ef þú hefir tóm til annað kvöld, þá komdu út eptir til mín. Okkur hjónin hefir hvort sem er langað til allt af síðan þú komst að fá þig til að vera hjá okkur eina kvöldstund í góðu tómi«. það vildi svo vel til, að jeg hafði hvergi ráðið mig kvöldið eptir. Mjer hafði komið til hugar að bregða mjer í leikhúsið. Nú þótti mjer miklu meira í varið að heyra sanna sögu, að öllum líkindum ein- mitt af því tagi, sem leikskáldunum er vant að tak- ast upp á. Jeg kom út eptir þangað sem þau áttu heima, kunníngi minn og kona hans, klukkan hálf átta um kvöldið. það var úti á Austurbrú. þau tóku mjer með hóglegri, fölskvalausri alúð, sem er manni svo notaleg. þau áttu tvær telpur, allra-skemmti- legustu börn. Eptir að búið var að borða, settumst við að ó- sviknu, skozku viskí-toddíi, moð góðan vindil, en húsfreyja við prjóna sína ; það voru sokkar, svo litl- ir, að jeg þóttist sjá að þeir væru ætlaðir einhverju enn þá smávaxnara heldur en yngri telpunni.—það var kalt og dimmt úti, en inni, þar sem við vorum, bæði hlýtt og bjart og notalegt. Síðan hóf húsbóndinn þannig sögu sína:— Fyrir nokkrum árum var frændstúlka mín, þessi sem við mættum í gær, í kvennaskóla hjor í Khöfn. Hún heitir Ebba G . . . ., og við erum systkinabörn.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.