Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1934, Page 38

Ægir - 01.01.1934, Page 38
32 ÆGIR Kort sem sýnir, hvar hinir 54 porskar voru endurveiddir við ísland 1933, sem merktir hafa verið við Vestur-Grœnland undanfarin ár (kringlóttu deplarnir við Grænland sýna, hvar porskinum var slept, örvaoddarnir við ísland, hvar þeir endurveiddust). ýmist með aðstoð íslenzka ríkisins (á »Þór«) og Fiskifélags íslands. Hefur for- seti félagsins, Kristján Bergsson og með- stjórnarmaður hans, Dr. phil. Bjarni Sæ- mundsson, ávallt sýnt mikinn áhuga fyr- ir merkingunum og lagt þeim liðsinni á ýmsan hátt. Þorskurinn er ýmist merktur á got- stöðvunum við Suðurland, eða á upp- vaxtargrunnunum við Norðvestur-, Norð- ur- og Austurlandið. Mest endurveiðist af síðartalda fiskinum, smáfiskinum; það fást sem sé c. 22°/o eða V* af honum. Af hinum stóra gotfiski endurveiðist færra, c. 8°/o. í töflunum hér á eftir er gefið yfirlit yfir nokkuð af útkomunni af þess- um merkingum, eins og af merkingun- um við Grænland. Ég get bætt þvi við, að merkingaraðferðin, sem nú er höfð, virðist vera allgóð, þar sem nokkurir þorskar hafa borið merkin í allt að því 8 ár. Samt er það ekki efamál, að all- mörg merki fara forgörðum og sumum taka fiskimenn ekki eftir. Töflurnar tala sinu máli; að eins skal ég benda á, að nokkuð af þorskinum, sem merktur er við Grænland, veiðist þegar sama árið í nánd við staðinn, þar sem honum var sleppt, þar sem aftur á móti endurveiðin við lsland gerist ekki fyr en næsta ár, vegna þess að ferðafýsnin, sem vaknar með kynsþroska fisksins, gerir ekki vart við sig fyr en að líðandi hausti eða um veturinn. Það er nauðsynlegt að halda þessum tilraunum áfram og auka þær, til þess að komast að sem öruggastri niðurstöðu og vér vonum þess vegna að vér meg- um ætið verða aðstoðar aðnjótandi hjá ríkisstjórn íslands, Fiskifélaginu og öll- um óbreyttum íiskimönnum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.