Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1941, Side 8

Ægir - 01.01.1941, Side 8
2 Æ G I R Svo mikill gróði safnast hjá útgerð- inni, að afborganir þeirra skulda, sem safnazt liöfðu á undanförnum erfið- leikaárum, geta liafizt fyrir alvöru, og þykir niér ekki óvarlegt að ætla, að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra skulda, hafi verið greiddur upp þegar fyrir árslok 1940. Hjá allmörgum útgerðarfyrirtækj- um liefir vafalaust safnazt fyrir álitlegur gróði, og er það gleðilegur vottur um þær hreyttu aðstæður, sem skapazt hafa. En nú, þegar afkoman hefir breytzt svo mjög til hatnaðar, er ekki úr vegi að athuga það ástand, sem fiskiskipaflot- inn er í, og kemur þá i ljós æði ófögur mynd. Vélbátaflotinn er hinn eini flokkur fiskiskipaflotans, sem hlotið liefir ein- iiverja endurnýjun á seinni árum. Um línuveiðagufuskipin og togaraflotann er aftur allt öðru máli að gegna. Um hin fyrri er íþað að segja, að af 24 skipum alls eru einungis 2, sem eru neðan við þann aldur, sem talinn er hæfilegur fyrningartími fyrir slík skip, en það eru 20 ár. Meðalaldur þeirra er 36 ár. Ástand togaraflotans er raunar ekki eins slæml livað þetta snerlir, en er þó æði alvar legt. Af 34 skipum alls eru aðeins 9, sem eru yngri en 20 ára, en meðalaldur tog- araflotans er rétt 20 ár. Hér er því endurnýjun nauðsynleg, ef þessi þáttur útgerðarinnar á ekki alger- lega að leggjast niður. Vegna þess, að endurnýjun flotans er algerlega útilokuð meðan á ófriðnum stendur, verður að gera einhverjar ráð- stafanir til að tryggja liana, þegar hent- ugir tímar koma til þess. Það er fyrst og fremst tvennt, sem gera þarf lil að tryggja að ])essi endurnýjun flotans fari fram. Það er nokkur hætta á því að all- mikið af því fjármagni, sem á liðna árinu hefir myndað gróða^einstakra út- gerðarfyrirtækja, leiti út úr verkahring sjávarútvegsins. Það verður að koma í veg fyrir að þetta útstreymi nái mikilli ú&reiðslu, þó að slíkt liljóti reyndar óhjákvæmilega að koma fyrir að ein- iiverju leyti. í öðru lagi verður að tryggja sjávarútveginum, að hann fái að mynda nægilega mikla sjóði til endur- nýjunar flotanum, og að þessir sjóðir verði ekki skattlagðir, en það myndi óhjákvæmilega hafa mjög hvetjandi áhrif á myndun þeirra og' vöxt. Það fer ekki hjá því, að mjög mikið veltur á þvi fyrir framtíð sjávarútvegs- ins, að rétt verði á þessum málum haldið. Sjávarútvegurinn liefir verið rekinn með allmikið öðru sniði á liðna árinu en áður liafði verið. Orsökin til þess er fyrst og fremst það styrjaldarástand, sem ríkt hefir. Þegar erfiðleikarnir steðjuðu sem mest að saltfisksframleiðsl- unni, fóru menn eðlilega að leita fyrir sér um aðrar aðferðir til að gera fisk- ihn útgengilega vöru. Urðu þá fyrir val- inu hraðfrystingin og niðursuðan. Fyrir stríðið hafði hraðfrysting fisks náð all- mikill útl)reiðslu og gaf góðar vonir. Aftur á móti var niðursuðan á algeru byrjunarstigi. Ófriðurinn skóp alveg óvænta möguleika fyrir háðar þessar greinar, og liefir hraðfrvstingin sérstak- lega aukizt mikið. Niðursuða er enn eigi komin það langt, að hægt sé að gera sér fulla grein fyrir liver framtíð þessarar verkunaraðferðar verður. Eitt er þó sér- staklega, sem mjög liefir sett sinn svip á sjávarútveginn á liðna árinu, en það er útflutningur ísvarins fisks. Þessi útflutn- ingur hefir aukizt svo gífurlega, að árið 1938, en það var siðasta árið, sem hægt er að líta á sem eðlilegt, nam liann 15 877 smál. og 4.1 millj. kr., en á s. 1. ári 92 652 smál. og 57.2 millj. kr.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.