Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1941, Qupperneq 10

Ægir - 01.01.1941, Qupperneq 10
4 Æ G I R og góð tök á að losna við mikið nýtt, varð útkoman því yfirleilt góð. Óvenjumikil fiskiganga var þó fyrir Norðurlandi seinnipart vetrar og um vorið, og er !það nú orðið óvenjulegt, að fiskur gangi þar inn á flóa og firði um þetta leyti árs. Veiddist þar töluvert af gotfiski, og jná það teljast allmerkilegt, því ekki liefir verið um það kunnugt fyrr, að fiskur hrygni við Norðurströnd landsins. í Faxaflóa hófst veirarvertíð í árshyrj- un. Gæftir voru góðar og gekk því fljótí á beitubirgðir manna, sem ekki voru of miklar að vanda. Um miðjan marz var víða að því komið, að beituleysi liaml- aði sjósókn. Til að að reyna að koma í veg fyrir það, fékk Fiskimálanefnd vb. Dagsbrún frá Reykjavík til að gera til- raun með að veiða síld í reknet. Þann 27. marz fékk báturinn 9% tn. af sild, en síðan fór að veiðast loðna og sneri hann sér þá eingöngu að henni. Það kom nú í ljós, eins og reyndar oft áður, að allmikið skorti á, að það fyrir- komulag, sem verið hefir á beitumálun- um sé viðunanlegt. Fyrrihluta maímánaðar varð mikill skortur á olíu um allt land, vegna þess að skip, sem koma álti með olíu frá Mið-Ameríku, tafðist á ferð sinni hingað. Lá við algerðri olíuþurrð og að sjó- sókn tepptist þess vegna, en um miðj- an maí kom skipið og voru þá fengnar nægar birgðir í bili. Fyrir slríðið liafði skapazt allgóður markaður fyrir grásleppuhrogn i Þýzka- landi, og hafði það í för með sér vax- andi hrognkelsaveiði, sérstaklega árið 1939. Á þessu ári var hinsvegar hrogn- kelsaveiði með minnsta móti viðast hvar, vegna lokunar þessa markaðs, en síðan hafa verið gerðar tilraunir með sölu á þessari vöru í Ameríku, og er gott útlit með að það takist, og ælti hrognkelsa- veiði þá að aukast á ný. Rannsóknum fiskideildar atvinnu- deildar Háskólans var haldið áfram á árinu. Voru mæld rösk 50 þús. af þorski, en aldur ákvarðaður á tæpum 4 þús. Aldursákvarðanir leiddu i ljós, að á vetrarvertíðinni hafi 8, 9 og 10 vetra fiskur verið yfirgnæfandi, og þó eink- um sá 9 vetra. í Vestmannaeyjum voru 37.7% af lóða- aflanum og 51% af netjaaflanum 8 og 9 vetra, en 18.4% og 17% voru 10 vetra, og var tiltölulega mest af þeim aldurs- flokki í Vestmannaeyjum. Af lóðafiskin- um í Iveflavík voru 54.8% 8—9 vetra, en af netjafiskinum 22% 9 vetra, en 16% 10 vetra. 1 kalda sjónum og dragnótaaflanum sunnanlands bar meira á yngri fiski. Á Bíldudal voru 68.3% af fiskinum 5—6 vetra, en á Flateyri 63.7% og 15.6% 4 vetra. Á Húsavík voru 74.4% 5—7 vetra, en á Hornafirði 65% 5—6 vetra. Á 3—4 vetra fiski bar helzt í dragnótaaflanum, t. d. í Vestmannaeyjum 30.8% 3 vetra og i togaraaflanum, t. d. í Faxaflóa 22.2% 3 vetra og 30.1% 5 vetra. Rannsóknir leiddu ennfremur í ljós, að þorskstofninn er í góðu lagi, hvað stærðina (fiskimagnið) snertir, en göng- urnar voru mjög óreglulegar. Mælingar og aldursákvarðanir á ýsu leiddu í ljós, að 4 vetra ýsa var yfirleitt alls staðar langsterkust. í dragnótaaflanum í Vest- mannaeyjum nam hún '55.5—82.3% af allri ýsu, en 53.5% af þeirri ýsu, sem veiddist þar á lóð. Á Hornafjarðarmið- unum og í Faxaflóa bar einnig mikið á þessum árgangi, og af ýsuafla togaranna nam hann meira en helming. Þessum ár- gangi liefir verið fylgt frá því liann var ársgamall, árið 1937, og hefir mikið borið á honum undanfarin ár. 1 Vestmanna-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.