Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1941, Page 25

Ægir - 01.01.1941, Page 25
Æ G I R 19 4. Síldveiðin. Það er nú orðin föst regla, að Síldar- útvegsnefnd láti gera veiði-tilraunir með reknetjum áður en aðalveiðar hefjast. Fyrsta tilraunin á þessu ári var gerð 29. inaí og' var lálið „reka“ 15 sm. norður af Grímsey. Yeiddist þar % tn. og var fitumagn síldarinnar 10%. Til saman- hurðar má geta þess, að árið áður veidd- ist fyrsta síldin 27. maí og var fitumagn hennar aðeins 6.5%. Þann 4. júní, er næsta tilraun var gerð, veiddust 40 tn., °g mældist fitumagnið þá aðeins 6%. Yeiddist sú síld á Grímseyjarsundi og var yfirleitt horuð, en full af átu, augn- sýli. Daginn eftir e*r enn gerð tilraun skannnt norðaustur frá Sauðanesvita. Veiddust þá 2x/2 tn., og var fitumagn þar H%. Þegar 9. júní er almennt farið að Þska síld til heitu, og er þá töluverður afli. Fitumagn reyndist þá 11%%. Þann 1- júlí er fyrsta herpinótasíldin lögð á land á Siglufirði, og liafði liún veiðst dag- inn áður vestur af Grímsey. Meðalfitu- magn mældist þá 13.8%, en mest 16% og minnst 11%. Síldveiðiskipin fóru nokkru seinna til veiða fyrir Norðurlandi á þessu sumri en nokkur undanfarin ár. Orsökin til þessa var sú, að slæmt út- ht var með sölu á síldarafurðum og reyndar algerlega í óvissu, livort takast mundi að selja nema lítilsháttar af þvi magni, sem vænta mátti að framleitt yrði. Markaðir, sem til þessa höfðu tekið vrð yfirgnæfandi meiri hluta þessarar iramleiðslu, voru okkur nú algerlega lokaðir, vegna hernaðaraðgerða ófriðar- oðilanna, en þessir markaðir voru Norð- urlöndin, Holland og' Belgia, Þýzkaland °g Pólland. Nú var því ekki i annað liús uð venda með þessar afurðir en til Eng- lands og Bandaríkjanna. Á iþeim mörk- uðum var útlitið þannig, að til Banda- ríkjanna var ekki um neinn útflutning á síldarlýsi að ræða, vegna hárra tolla á þeirri vöru, síldarmjöl liafði að vísu verið selt þangað í smáum stíl, en við- unandi verð fékkst ekki, og saltsíldar- markaðurinn svo þröngur þar, að hingað til hafði tekizt að selja þangað mest um 30 þús. tunnur matjessíldar, árið 1938. Enski markaðurinn hafði liingað til ekki tekið við neinni saltsíld liéðan, og' aðeins smásendingar af síldarlýsi og mjöli höfðu farið þangað mörg undan- farin ár. En þegar Bretar settu liér her- lið á land, skömmu fyrir miðjan mai i vor, fylgdi þeirri hertöku loforð um hag- kvæma viðskiptasamninga fyrir okkur. Nú leið rúmur mánuður og ekki kom- ust samningar á um sölu á síldarafurð- unum. Var nú kominn sá tími, er skipin höfðu farið til veiða á undanförnum ár- um, en hæði var það, að verksmiðjurnar gátu ekki hafið móttöku á síld í algerðri óvissu um afurðasöluna, en liinsvegar mikið í liúfi fju’ir allan veiðiflotann og reyndar alla afkomu þjóðarinnar, að síldveiðarnar jTðu stundaðar. Þann 20. júní höfðu útgerðarmenn haldið fund í Reykjavik og krafizt, að Síldarverksmiðjur rikisins byrjuðu þeg- ar starfrækslu og greiddu a. m. k. 70% af áætluðu verði út á síldina við afhend- ingu. Var þar miðað við 20 kr. verð pr. mál, en það var verðið, sem útgerðar- rnenn liöfðu talið nauðsynlegt að fá, ef úlgerðin ætti að hera sig. Þann 21. júní, gaf atvinnumálaráð- herra út tilkynningu þess efnis, að þótt eigi hefði enn tekizt að selja afurðir verksmiðjanna, myndu Síldarverksmiðj- um rikisins gert kleift með ríkisábyrgð að liefja móttöku á síld og greiða út á hana 12 kr. pr. málið. Skvldi þetta vera óafturkræf fyrirframgreiðsla. Gert var

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.