Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Síða 26

Ægir - 01.01.1941, Síða 26
20 Æ G I R Tafla VI. Þátttaka í síldveiðinni 1939 og 1940 (herpinótaskip). 1940 1939 C d Þ a, rt "a rt a 'd cS ci H “ & O) Tegund skipa Botnv.skip .. 8 214 8 25 677 25 Línugufuskip 24 439 24 31 599 31 Mótorskip ... 185 2272 139 169 2107 128 217 2925 171 225 3383 184 ráð fyrir uppbót á þessu verði, ef vel tækist með sölu á afurðunum. Þegar daginn eftir, að þetta Iiafði verið gert kunnugt, fóru fyrstu sunn- lenzku bátarnir af stað til Norðurlands og áður en vika var liðin, voru allflest skip komin á veiðar. Þann 30. júní veiddist fyrsta sildin og var það á Grímseyjarsundi. Daginn eftir landaði fyrsta ski])ið við Sildarverk- smiðjur ríkisins. Þessi hrota stóð aðeins í 3 daga, en var þó ekki mikil. En nú kom mikil síld á austursvæðið, fyrst á Vopnafjörð, en síðan eftir 4 daga í Þistil- fjörð, og liélzt sú veiði fram til 20. júlí. Allan þennan tíma var óhemju veiði við Sléttu, Langanes og á Vopnafirði, svo að menn muna vart annað eins. Voru torfurnar svo risavaxnar, að nóta- sprengingar voru mjög tíðar, og urðu menn að gæla sín að ráðast ekki i of stórar torfur þess vegna eða sneiða hæfi- lega mikið af þeim. Allt fram til 20. júlí varð ekki svo teljandi sé síldar vart á öllu svæðinu fyrir austan Sléttu. Kom sér nú vel, að reist hafðí verið ný verk- smiðja á Raufarhöfn, er hafði 5 000 mála vinnsluafköst á sólarhring. Var Iiún tilbúin að taka á móti síld, þegar er veiðarnar hófust. Raunar kom brátt að þvi, að þrær Raufarhafnarverksmiðjunn- ar fylltust og allmiklar tafir urðu á losun þessvegna. Leiddi það til þess, að skipin, þó sérstaklega bin stærri, kusu heldur að sigla með farminn vestur en að bíða eftir losun. Um miðjan júlímánuð varð sildarvart við Grímsey, og kom þar ágæt hrota dagana 19.—21. júlí. Úr flugvél- inni, sem var liöfð i síldarleit í sumar eins og undanfarið, liöfðu sézt um 50 síldartorfur úl af Skaga 11 júli og 20. s. m. sást eitthvað af síld út af Kálfsham- arsvík. Nokkur skip fengu síld á þessum slóðum og einnig vestan til á Húnafló- anum. Þó var liér aðeins um smávægi- lega veiði að ræða. Það var fyrst 27. júli, að uppgripaafli liefst á vestursvæðinu. Hélzt sú veiði fram í ág'ústlok. Mátti svo heita, að eftir að sildin kom á vestur- svæðið, væri síld á öllu svæðinu frá Horni að Langanesi og Iiélzt svo að mestu leyti fram til 6. sept., að tíðar- farið spilltist og gerði kulda. Gæði síld- arinnar voru nokkuð misjöfu. Síldin, sem veiddist á vestursvæðinu, var smærri og misjafnari að stærð en sú, sem veiddist á austanverðu veiðisvæð- inu. Á Grímseyjarsundi og Skjálfanda var síldin sérstaklega stór og mjög feit. Veðrátta var yfirleitt góð alla síldar- vertíðina og hamlaði veðnr aldrei veið- um lengur en tvo daga í senn. Þáttakan i sildveiðunum var dálítið minni nú en sl. ár, eins og tafla VI sýnir. Rar það til, að nú voru flest stærri skipin höfð í fiskflutningum til Eng- lands, vegna liins háa verðs, sem fékkst fyrir ísvarða fiskinn. Á móti 225 skip- um með 184 herpinætur á sl. ári stund- uðu 217 skip með 171 nót lierpinótaveiði á þessn sumri. En þar sem fækkunin kemur eingöngu niður á stærri skipun- um, en smærri skipunum fjölgaði, er smálestatala síldveiðiflotans mikið lægri í ár en í fyrra.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.