Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Síða 33

Ægir - 01.01.1941, Síða 33
Æ G I R 27 GOO tn. alls fyrir Ameríkumarkað. Afli í reknet var annars heldur tregur í fló- anum. Reknetaaflinn fyrir Norðurlandi i sumar var með lélegasta móti. Alls stunduðu um 50 bátar þessa veiði, skemmri eða lengri tíina, og öfluðu samtals um 15 þús. tn. Var síldin mjög misstór og gekk þessvegna mikið úr af lienni. Saltsíld var flutt út á árinu fyrir 2 758 800 kr. en magnið var aðeins um 88 þús. tn. Á fvrra ári var útflutningur- inn 288 þús. tn. og 11.7 millj. kr. Var enn eftir um áramót meira en lielmingur síldarinnar, sem á að fara til Svíþjóðar eins og' áður var sagt. c. Síldveiði erlendra skipa. Að þessu sinni stunduðu engin erlend skip síldveiði fyrir utan landhelgi. Var það ófriðurinn, sem hindraði það, að slíkt gæti orðið, þar sem allar þær þjóðir, sem hingað til hafa stundað þessar veiðar, og sumar í mjög stórum stíl, voru ýmist sjálfar í ófriði (Norð- menn, Danir, Þjóðverjar), eða innilok- aðar vegna hernaðaraðgerða nágranna- þjóðanna (Svíar), eða flakandi í sárum eftir nýafstaðinn ófrið (Finnar), eða iiðnar undir lok sem sjálfstæðar þjóðir (Eystrasaltsríkin). Árið 1939 stunduðu alls 176 erlend skip sildveiði hér við land, og er það álit margra, að fjar- vera svo mikils fjölda skipa í sumar hafi haft mikla þýðingu fvrir síldveið- arnar á sumrinu. Aftur á móti voru hér við land i sumar allmörg færeysk leiguskip og norsk flóttaskip, en þar sem þau máttu veiða á sömu slóðum og íslenzk skiji, er það ekki sambærilegt við veiðar erlendra skipa áður. Þrált fyrir það, verður minnst lítillega á þessi skip hér. Á undanförnum árum hefir það tíðlc- azt, að leigð hafa verið færeysk skip hingað til síldveiða. Hefir meirihluti skipshafnanna oftasl verið færeyskur á þessum leiguskipum, en aðeins 1—3 Is- lendingar, nótabassinn og' 1—2 menn með honum. I sumar urðu meiri hrögð að jiessu en áður, og voru alls 21 fær- eyskt skip með 21 herpinót hér við land á síldveiðum. Á þessum skipum voru alls 407 menn, og' þar af aðeins 39 Is- lendingar. Afli þeirra varð alls 207 578 mál. Allmikillar óánægju gætti meðal sjómanna i sumar út af þvi, að þessi skip skvldu njóta sömu réttinda með löndun og íslenzku skipin. Hinsvegar töldu sumar verksmiðjurnar, að ein- ungis með því að trvggja sér afla þess- ara skipa, gætu þær verið öruggar um að fá næga síld lil vinnslu, þareð ís- lenzku skipin vildu lielzt ski])ta við þær verksmiðjur, scm næst lágu miðunum. Voru það aðallega Norðfjarðar og Hjalt- eyrarverksmiðjurnar, sem fóru þessa leið til að tryggja reksturinn. Það er ekki liægl að álasa stjórnum þessara verksmiðja fvrir þessar ráðstafanir jieirra, lieldur skipulagið í heild, eða rétt- ara sagl skipulagslevsið, sem hér hefir ríkt. Aldrei hefir komið eins greinilega í ljós og i sumar, hversu hér er þörf endurbóta i þá átt að tryggja sem skjót- asta afgreiðslu skipanna, ón tillits til þess við Iivaða verksmiðju löndun fer fram. Hefir það oft komið fyrir, að ski]) hafa orðið að híða dögum saman eflir löndun við þá verksmiðju, sem þau voru samningsbundin við, þegar aðrar verksmiðjur, sem e. t. v. liefir verið styttra að sigla til, liafa tæplega haft úr nægri síld að vinna, eða gátu þó a. m. k. tekið á móti viðstöðulaust. Sjá allir, að hér má koma endurbótum á, l. d. með því að jafna skipunum hetur niður á

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.