Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1946, Qupperneq 4

Ægir - 01.02.1946, Qupperneq 4
26 Æ G I R ið hefur all veigamikil í togaraaflanum, þ. e. ufsinn, lækkaði mjög verulega. Mun þó ekki vera hægt að segja annað en að afkoma tog- araútgerðarinnar hafi verið góð. Það hætti nokkuð úr fyrir bálaútvegin- um á vetrarvertiðinni, að fyrir aðgerðir liins opinbera varð nokkur liækkun á fiskverðinu frá því sem verið liafði árið áður. Var greitt 15% liærra verð fyrir þann fisk, sem flutt- ur var út ísvarinn og myndaður af þvi verð- jöfnunarsjóður, sem síðan var úthlutað. Nam verðuppbótin fyrir allt landið, á tíma- bilinu janúar lil mai, tæplega 7%%. Sem bein afleiðing af aflabrestinum á sildveiðunum fór ekki lijá ]>ví, að afkoma síldarverksmiðjanna var mjög slæm á ár- inu. Mun þetta vafalaust vera eitt liið versta ár, sem komið hefur yfir þann iðnað. Um frystihúsin er það að segja, að af- koma þeirra var ekki eins góð og árið á undan. Kom þar ýmislegt til greina, svo sem það, að þunnildin máttu nú ekki fylgja flök- unum eins og áður liafði verið og á vertið- inni var fiskmóttakan mjög ójöfn, óvenju- lítil framan af vertíðinni, en mjög mikil á skömmum tíma og kom því vinnslan verr út en ella. Þess var getið í yfirlitsgrein yfir sjávar- útveginn 1944, að i lok þess árs liafi verið hafinn undirbúningur á stórkostlegri end- urnýjun en nokkurn tíma áður á atvinnu- tækjum þjóðarinnar á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, og einkum þó þess iðnaðar, sem byggist á fiskveiðunum. Á árinu 1945 urðu þó ekki miklar breyt- ingar í þá átt. að aukning yrði á fram- leiðslutækjunum, enda allmiklir erfiðleikar um útvegun á þvi sem til þarf. Stórkostleg- ust verður endurnýjun á fiskiskipastólnum. Auk þeirra 50 fiskibáta, sem samið hafði verið um smiði á í Svíþjóð seinni hluta árs 1944 og að nokkru leyti á árinu 1945, var samið um smiði á 30 togurum í Bretlandi á árinu 1945, og eiga þeir að afliendast á ár- unuin 1946 og 1947, og tveir hinir síðustu, sem eru dieseltogarar, áárinu 1948. Aukþess var á árinu 1945 keypt nokkuð af gömluin mótorbátum til landsins, einkum frá Sví- þjóð, og enn fremur samið um smíði á all- mörgum vélbátum í Danmörku, sem vænt- anlega verða afhentir á árinu 1946. Loks >-ar liafinn undirbúningur að smiði yfir 30 l'iskibáta innan lands, sem eiga að verða til- húnir á árunum 1946 og 1947. Þegar lokið verður smíði allra þessai’a skipa, mun láta nærri, að nýbyggingarnar nema 25 þús. br. ri'unl., en allur fiskiskipa- iiotinn nam í árslok 1945 28 þús. rúml. Mun hér vera um byltingu að ræða, sem er ein- stök í sögu nokkurrar fiskveiðaþjóðar. A sviði iðnaðarins liafa nýbyggingarnar aðallega verið í síldariðnaðinum og er gevl 'ráð fyrir stórfelldri aukningu á afköstum sildarverksmiðjanna á árunum 1946 og 1947. Einnig er liafinn undirbúningur að byggingu nokkurra stórra fiskiðnaðarvera víðs vegar um landið, þar sem um er að ræða frystihús, niðursuðuverksmiðjur, fisk- mjölsverksmiðjur, lifrarvinnsluverksmiðj- ur o. fl„ enda óhjákvæmilegt að anka iðn- aðinn í lilutfalli við það, sem fiskiskipa- stóllinn eykst, svo að unnt verði að nýta sem bezt þann afla, sem á land kernur. Ekki verður liægt að segja annað en að lokinni þeirri nýbyggingu á tækjum sjávar- útvegsins, sem hér hefur verið drepið á, verði vel séð fyrir þeirri hlið málsins. ís- lendingar verða þá með hlutfallslega meira af nýjum og fullkomnum framleiðslutækj- um í sjávarútvegi en nokkur önnur fisk- veiðaþjóð, og ætli það að létta mjög undir i þeirri samkeppni, sein íslenzkur sjávarút- vegur á fyrir liendi. En þá er eftir sú lilið- in, sem að sjálfum fiskveiðunum snýr og þar biða enn stór verkefni úrlausnar. Fyrir styrjöldina var sóknin á íslandsmið af liálfu erlendra fiskiskipa mjög mikil og var þá svo ástatt, að íslenzku fiskiskipin öfluðu ekki helming þess, sem aflað var á Islands- miðum. Á styrjaldarárununm varð hlé á sókn erlendra fiskiskipa til íslandsmiða af cðlilegum ástæðum, en þegar að lokinni styrjöldinni fór þeim fjölgandi og gera má ráð fyrir mjög aukinni sókn i náinni fram- tíð. Er liér um æði alvarlegan lilut að ræða,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.