Ægir - 01.02.1946, Qupperneq 34
56
Æ G I R
3. Togaraútgerðin.
Engin breyting varð á útgerð togaranna
á árinu 1945 frá því sem verið hefur undan-
farin styrjaldarár. Tala þeirra var hin sama
og árið áður, 31, þó má geta þess, að tvö
skipanna, íslendingur og Ólafur Bjarna-
son, stunduðu sára lítið veiðar með botn-
vörpu, en keyptu í stað þess fisk og sigldu
með liann til sölu á brezkum markaði eða
annars staðar. Bæði þessi skip eru þó talin
með togurunum að þessu sinni. Flest skip-
anna stunduðu eingöngu ísfiskveiðar og
sigldu sjálf með aflann á erlendan markað,
en nokkur þeirra stunduðu veiðar aðeins
fáa daga og létu aflann i önnur skip. Tvö
skipanna, sem áður voru nefnd, stunduðu
sildveiðar um sumarið.
í töflu XVIII er yfirlit yfir útgerð togar-
anna á árinu 1945. Tala ferðanna var lítið
eitt hærri nú en árið áður og hefur aðeins
einu sinni fyrr, árið 1940, verið hærri. Með-
alfjöldi ferða var 12,7, en 12,5 árið 1944.
Hins vegar fóru nú aðeins 23,3 dagar i
hverja ferð, en 24,1 árið áður. Meðalút-
1394 kryddaðar og 3356 verkaðar á annan
liátt.
Svo sem áður getur voru nokkur færeysk
skip leigð til síldveiða um sumarið. Voru
þau 14 að tölu og veiddu samanlagt 26 079
mál í bræðslu og 2559 tn. í salt og frysti-
hús.
taldstími togaranna varð hinn sami, eða því
sem næst, og árið áður, eða 301 dagur.
Lifrarmagnið var að þessu sinni % minna
en næsta ár áður, og mun það liggja aðal-
lega í því, að samsetningu aflans var öðru
vísi háttað, þ. e. ufsaaflinn var nú nær helm-
ingi minni en árið áður, en ufsinn er að
jafnaði mjög lifrarauðugur fiskur. Einnig
var heildaraflamagnið Htið eitt minna. í
töflu XIX er sýnt hver var heildarafli tog-
aranna árin 1945 og 1944 og hvernig hann
skiptist eftir tegundum og mánuðum. Ef at-
Iiuguð er skipting aflans niður á mánuðina,
kemur greinilega í ljós, að þrir mánuðir, þ.
e. frá marz—maí, eru hæstir, en það eru ein-
mitt vertiðarmánuðirnir. Kemur um það
hil Vs hluti ársaflans á það tímabil. Eru
hlutföllin þar hin sömu og þau voru árið
áður.
Samsetning aflans eftir tegundum hefur
hreytzt allverulega frá fyrra ári. Ufsinn og
j)orskurinn hafa skipt um forystuhlutverk,
þannig, að árið 1944 var hluti ufsans tæp-
lega 49% af heildaraflanum, en þorsksins
aðeins læp 38%. En þetta hefur breytzt
þannig, að árið 1945 er hluti þorsksins um
50%, en ufsinn er aðeins rúm 25%. Þe'ssi
hreyting liggur að mestu í því, að togarar-
arnir lögð sig minna eftir ufsanum en áð-
ur, með því að verðið á honum á hrezka
markaðinum lækkaði mjög mikið um sum-
arið. Var verðlækkunin á ufsanum mun
meiri en á þorskinum, svo sem síðar mun
getið. Mestur var ufsaaflinn seinustu þrjá
níánuði ársins og komst í desember allt upp
i 68%, en hafði i nóvember 1944 komizt
upp í 75% af aflanum í þeim mánuði. Aftur
á móti var þorskafli mestur eins og áður á
vertíðartímabilinu fvrri hluta ársins, frá
janúar og fram í júní. í aprilmánuði var
hluti þorsksins mestur, eða um 85% af
heildaraflanum. Karfaaflinn var hlutfalls-
lega ineiri nú en árið áður, eða 14% á móti
7,5% árið 1944. Var hann aðallega veiddur
um sumarið og fram á haustið og komst
hluti lians í júlí allt upp í rúm 40% af
lieildaraflanum í þeim mánuði. Annarra
fisktegunda gætti mjög lítið í togaraaflan-